fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Laugardagspistill Össurar Skarphéðinssonar: Kolsvört martröð Bjartrar Viðreisnar

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. janúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Eftir Össur Skarphéðinsson:

Sigurði Inga hefði líklega tekist að tjasla saman einhvers konar stjórn ef Guðni hefði veitt honum umboð. Óttarr skáti og Bendikt Engeyingur fréttu hins vegar af samtölum hans við vinstri vænginn. Þeir gengu óðara á fund Bjarna, buðust til að benda á hann sem forsætisráðherraefni gegn handsölum um aðra ráðherrastóla og tiltekna afgreiðslu lykilmálefna.

Í kjölfarið óku þeir á fund forsetans – og athyglisvert að Bessastaðir létu ekki fjölmiðlagerið vita einsog þegar forsetinn reif umboðið af Bjarna í kjölfar fyrstu lotunnar. Guðni forseti átti ekki annarra kosta völ en verða við áskorun þeirra um að veita Bjarna enn einu sinni umboð til stjórnarmyndunar.

Útspil Sigurðar Inga um miðjustjórn með VG á vinstra borðið og Sjálfstæðisflokkinn til hægri – einkum föst eftirfylgja Lilju í kjölfarið – var hins vegar eitruð ör inn í viðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ekki spilltu jákvæðar undirtektir Katrínar Jakobsdóttur ex-forsætisráðherra-in-spe sem sá í þessu síðasta vagn af stöðinni fyrir sig og VG.

Sú ör styrkti mjög spilin sem Bjarni hafði á hendi. Þau gerðu honum kleift að þrýsa sársaukamörkum Miðjubandalagsins á miklu verri stað en þau voru í upphafi viðræðnanna.

Miðjubandalagið hafði vitaskuld krafist þess að fá atvinnuvegaráðuneytið í sinn hlut. Án þess hefur það enga tryggingu fyrir því að neitt gerist í sjávarútvegi, landbúnaði – og Evrópu. Menn átta sig ekki alltaf á því að atvinnuvegaráðuneytið er jafnþungt utanríkisráðuneytinu þegar Evrópa er annars vegar.

Össur Skarphéðinsson. Eyjan/pressphotos.biz
Össur Skarphéðinsson. Eyjan/pressphotos.biz

Í kjölfarið hafa Sjálfstæðismenn þrýst á að splitta atvinnuvegaráðuneytinu upp í tvö minni. Annað færi einkum með sjávarútveg og hitt með landbúnað plús rest. Um leið freistar Bjarni þess að fá Viðreisn og Bjarta til að fallast á að ESB-málið verði leyst með því að þingið- en ekki þjóðin – taki afstöðu til framhalds umsóknarinnar. Þar myndu þeir með ýmsum andstæðingum málsins fella að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu..

Samhliða hyggst Sjálfstæðisflokkurinn búa svo um hnúta að nýr sjávarútvegsráðherra komi ekki úr röðum Viðreisnar, heldur Bjartrar framtíðar. Stefna hennar varðandi breytingar á stjórnkerfi fiskveiða var nefnilega miklu mildari en Viðreisnar. De facto felur hún ekki í sér að ráðast þurfi á næsta kjörtímabili í annað en útboð á makrílkvóta.

Ef Viðreisn og Björt standa ekki í lappirnar gæti því farið svo að í næstu viku horfist kjósendur í augu við nýja ríkisstjórn með örtæpan meirihluta á Alþingi – þar sem Evrópa verður husluð, nýr sjávarútvegsráðherra hefur ekki mandat til að gera neitt nema hringla með makríl – og Sjálfstæðisflokkurinn fari með landúnaðarráðuneytið.

Hver yrði nú settur þangað? Tæpast væri hægt að ganga framhjá stórbóndanum sem eitt sinn leiddi Bændasamtökin, og vann slíkan stórsigur í sinu kjördæmi að hann reið við þriðja mann inn í sali Alþingis – með fallegar rauðar kinnar, einsog gömlu hvitabirnirnir sem enginn réð við. – Í þessari sviðsmynd er semsagt líklegast að nýr landbúnaðarráðherra gæti orðið Haraldur Benediktsson.

Stundum vakna menn upp við vondan draum. Þessi yrði hins vegar kolsvört martröð Bjartrar Viðreisnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“