fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 liggur á bilinu 350-810 ma.kr.

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. janúar 2017 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

tortolaFjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní sl. starfshóp sem var falið, annars vegar, að leggja tölulegt mat á umfang eigna og umsvif Íslendinga á aflandssvæðum og, hins vegar, að áætla mögulegt tekjutap hins opinbera sem af slíku leiðir. Starfshópurinn eða nefndin skilaði skýrslu af sér í dag, 6. janúar.

Nefndin játar í yfirlýsingu að afar erfitt sé að leggja fram nákvæmt mat á umfangið eða beinar fjárhæðir í málinu. Nefndin notast við aðferðir sem hafa verið notaðar á öðrum Vesturlöndum. En aðferðin sé ekki örugg á neinn hátt. Nefndin beindi sjónum sínum að eftirtöldum þremur meginþáttum:

 

1.   Ólögmætri milliverðlagningu í vöruviðskiptum (oft nefnt hækkun/lækkun í hafi).

2.   Eignastýringu erlendis.

3.   Óskráðum fjármagnstilfærslum.Þá segir í skýrslunni að niðurstaða skýrslunnar sé háð þeim upplýsingum sem tiltækar voru. En að í mörgum tilvikum hafi reynst torvelt að komast yfir upplýsingar. „Annmarkar og óvissa sem af þessu leiðir þýðir að matið fyrir þá þrjá þætti, sem skoðaðir voru, liggur á nokkuð breiðu bili svo sem áður segir. Hafa þarf þessa þætti í huga þegar niðurstöður matsins eru túlkaðar.“

En meginniðurstaðan sé að yfir tímabilið 1990-2015 hafi uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum verið á bilinu 140-160 ma.kr. Þá segir í skýrslunni: „Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 ma.kr. Árétta þarf að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali. Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 ma.kr.Mögulegt er að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 ma.kr. í lok árs 2015, með miðgildi í 580 ma.kr.“

Í skýrslunni segir að aflandsvistun eigna í eigu Íslendinga hafi átt sér stað fyrir fall fjármálakerfisins og að frá þeim tíma hafi orðið miklar framfarir í reglulegum upplýsingaskiptum milli landa. Meðal annars um bankainnstæður Íslendinga í þeim ríkjum sem samþykkt hafa reglur um upplýsingaskipti.

 

Síðan er skrifað í skýrsluna:

Verkefni starfshópsins er síðasti áfanginn í þríþættri aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn skattsvikum og skattaskjólum (aflandsfélögum) sem kynnt var í ríkisstjórn í apríl sl.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Börkur Gunnarsson

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða