fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Það gengur ekki vel í sjávarútveginum afþví að þeir séu svo eldklárir í að reka fyrirtæki

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. janúar 2017 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans.

„Ég heyrði þessa ræðu fyrir fjörutíu árum síðan þegar ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð,“ sagði Brynjar Níelsson við Gunnar Smára Egilsson eftir að hann hafði haldið mikla sósíalíska ræðu í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

Brynjar vildi halda því fram að fjármagnstekjuskatturinn sé lærri þarsem sparnaður er lítill til að reyna að örva hann. „Þetta er spurning um þetta,“ sagði Brynjar. „Svo trúa menn því að þarsem skattar séu hærri að þá sé alltaf sama jafnan og þá komi bara meira í ríkissjóð. Gunnari Smára dettur það ekki í hug að ef maður hefur hærri fjármagnstekjuskatt þá fari bara peningarnir annað. Honum dettur það ekki í hug. Hann tapaði bara 20 milljörðum. Svona tala menn alltaf. Þetta er auðvitað ótrúleg umræða. Ég er ekkert að segja að fjármagnstekjuskattur eigi að vera 20%. Ef það verður hér mikill sparnaður og meiri tekjur sem menn hafa af sparnaði, þá mun þessi skattur hækka.“

Heimir stoppaði viðræður þeirra um stund og sagði: „Ef maður hlustar á ykkur að þá má segja að þið hafið báðir eitthvað til ykkar máls.·

„Nei, nei,“ sagði Brynjar þá. „Hann hefur ekkert til síns máls.“ Augljóslega í gríni enda hlógu menn. Heimir bætti þá við: „En geta menn ekki mæst á miðri leið í þessari umræðu?“

„Hvað heldur þú að þessi lönd séu að gera nema að mætast á miðri leið. Við erum að berjast við að bæta almannatryggingakerfið, Sjálfstæðisflokkurinn, við erum að bæta kjör fólks alveg einsog efnahagurinn leyfir.“

Brynjar_Trump
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Brynjar benti á að arðsemi eigin fjár er ekki mikil. „Það er bara þannig. Og ef það er ekki arðsemi eigin fjár umfram bara vexti í banka að þá eru engar fjárfestingar. Málið er bara það að við erum að reyna að reka samfélag þarsem er einhver arður myndaður, einhver verðmætasköpun. Svo getum við deilt um það hvernig við deilum því. Hvar hefur forgangsröðunin verið undanfarið í þessari miklu hægri stjórn?“

Þá segir Gunnar Smári: „Hún hefur lækkað veiðigjöldin.“

Brynjar: „Hún lækkaði ekkert veiðigjöldin!“

Smári: „Hún lækkaði víst veiðigjöldin, hún lækkaði þau um 9 milljarða á ári.“

Brynjar: „Nei.“

Smári: „Það stefndi í 16 milljarða veiðigjöld.“

Brynjar: „Já, það stefndi í.“

Smári: „Bíddu, já. Eldklár hagsstjórnarleg ákvörðun, því þegar gengið fellur þá myndast gengishagnaður í sjávarútvegnum sem er sjálfsagt að skattleggja einsog margsinnis hefur verið gert. Þetta var gert í stríðinu þegar það varð til ógnarhagnaður af óeðlilegum ástæðum. Það er ekkert að því að setja þá hærri skatta á til að deila því út í samfélagið. Sérstaklega vegna gengisins vegna þess að það er svo klárt að almenningur bar kostnaðinn af þessu. Almenningur þurfti að taka á sig kaupmáttarskerðingu. Þá er mjög eðlilegt að flytja hluta af þeim hagnaði sem varð til í sjávarútveginum sem varð ekki til útaf því að þeir séu svo eldklárir í að reka fyrirtæki, heldur bara vegna þess að gengið féll.“

Áhugaverðar umræður þarsem báðir virðast hafa nokkuð til síns máls og hægt er að hlusta á það hér.

Á fésbókarsíðu sína birti Gunnar Smári Egilsson eftirfarandi færslu þegar hann linkaði á viðtalið: „Sósíalisminn var á dagskrá í Bítið á Bylgjunni. Ég ræddi við þá Gulla og Heimi og Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Brynjar vildi ræða Stalín en ég vildi ræða sósíalisma og nauðsyn þess að hætta að byggja samfélagið upp kringum hagsmuni eignafólks en móta það þess í stað svo það þjóni hagsmunum meginþorra almennings; venjulegs launafólks.“ En þess má geta að Gunnar Smári sjálfur var sá sem kom umræðu um Stalín inní viðtalið og sá fyrsti sem hóf umræðu um Sovétríkin í útvarpsþættinum. Annars var lítið fjallað um þessi fyrirbrigði sem Stalín og Sovétríkin eru og mest rætt um samfélagsmál okkar tíma.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða