fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Flokkar sem tala fyrir jöfnun atkvæða fá ráðherrastóla sem eru í engu samræmi við úrslit kosninga

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. janúar 2017 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson. Eyjan/Pressphotos.biz
Brynjar Níelsson. Eyjan/Pressphotos.biz

„Mönnum finnst það auðvitað sérstakt,“ sagði Brynjar Níelsson í viðtali á Rás 2 í morgun þegar það kom til umfjöllunar að sjálfstæðismenn virðast aðeins ætla að fá fimm ráðherrastóla í næstu ríkisstjórn eða jafnmarga og Viðreisn og Björt framtíð þótt það séu miklu minni flokkar. Þessi skipting ráðherrastóla þýðir að smáflokkur Bjartrar framtíðar, sem telur fjóra þingmenn mun fá tvo stóla og því verða aðeins tveir almennir þingmenn flokksins að sinna þingstörfunum á fullu. Álagið á þingstörfunum mun því að mestu vera á sjálfstæðismönnum. Brynjar skaut léttum skotum á Viðreisn og Bjarta framtíð þegar hann talaði um að honum þætti merkilegt að Björt framtíð og Viðreisn sem hefðu talað fyrir jöfnun atkvæða færu samt fram á að fá svo marga ráðherrastóla sem er engu samræmi við fylgi flokkanna. En Brynjar bætti því við að það væri engin kergja innan flokksins útaf þessu. Brynjar talaði með þeim hætti í viðtalinu að hann teldi stjórnarsamstarfið vera nánast í höfn. „Menn segja að öll stóru málin séu afgreidd og þá ætti þetta bara að vera handavinna eftir.“

Brynjar var spurður að því hvort hann óttaðist ekki þennan nauma meirihluta sem þessi ríkisstjórn hefði og hann svaraði: „Ég hef enga tölfræði en menn vita alveg hvað það getur verið erfitt að vera með eins manns meirihluta.“

Í viðtalinu var einnig rætt útspil Framsóknar og VG en einsog Brynjar hefur áður sagt í samtali við mbl.is að þá finnst honum þetta spil hafa verið lagt á borðið ansi seint. Viðræður við VG hefðu verið í gangi en svo hefði virst að bakland VG á þeim tíma hefði ekki verið tilbúið í að VG færi í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því hefðu þær viðræður runnið útí sandinn.

Blaðamaðurinn Freyr Gígja Gunnarsson segir frá viðtalinu á vef Ruv.is og þar skrifar hann:

Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að rætt hefði verið um að skipta upp bæði atvinnuvegaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu og að Viðreisn hefði gert það að ófrávíkjanlegri kröfu að það fengi fjármálaráðuneytið. Blaðið sagðist einnig hafa heimildir fyrir því að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sækist ekki eftir neinu sérstöku ráðherraembætti.

Í DV var eftir Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar, að hún vildi fara að sjá eitthvað handfast um viðræðurnar.  Það væri gott að allt gengi vel. „Ég er hins vegar orðinn óþreyjufull að sjá allavega drög að útkomu til að geta tekið efnislega afstöðu til hugsanlegs stjórnarsáttmála.“

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða