fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Spá er spaks geta: Myndun hægri stjórnarinnar mun fara út um þúfur á endanum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

einar kárason_nýEinar Kárason rithöfundur spáir því að ekki takist að mynda hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Undir lokin komi upp ágreiningur sem ekki verði unnt að leysa og fljótlega eftir það myndi Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn nýja stjórn.

„Nú tala menn eins og að myndun ACD-stjórnar sé að klárast, lítið eftir nema ráðherralistinn. Mín spá er sú (kann að reynast röng, en „spá er spaks geta“ eins og segir í Grettlu) að þetta klárist ekki,“ segir Einar í fjörlegri færslu á fésbók. Nefnir hann til heift sem birst hafi um málið í leiðara Morgunblaðsins, þar hafi ekki aðeins Davíð Oddsson verið að tala, heldur líka margir sjálfstæðismenn, þar á meðal þingmenn flokksins.

„Um helgina gerist þá þetta: allt virðist klappað og klárt og að Viðreisn og BF geti mjög vel við unað; hafa náð fram uppbyggingu í heilbrigðismálum, áföngum í mennta og menningarmálum, samkomulagi um stjórnarskrá, umhverfismál (líklega miðhálendisþjóðgarð), að auki fimm ráðherraembætti og forystu í þingnefndum, og að lokum einhverju um þjóðaratkvæði um ESB-aðild og lítil skref í kvótaútboði. Þetta mun BB fara með inn í sinn þingflokk þar sem allt verður samþykkt, nema þetta síðasta um ESB og kvótann – það geti þingflokkurinn ekki samþykkt.

Benedikt_Bjarni_ÓttarrViðreisn mun sjá að án þess muni þeir vera taldir sellát og svikarar, og með miklum vonbrigðum mun stjórnarmyndun falla á þessu. Viðreisn og BF verður kennt um, Sjálfstæðismenn segja allt hafa verið klappað og klárt, nema tvö ótímabær mál: fáránlegt sé nú, með óvissuna eftir Brexit, að fara að hringla með okkar stöðu í Evrópu, og með kvótann sé allt líka í óvissu hjá útgerðinni, flotinn bundinn í landi og lækkandi afurðaverð vegna gengis, osfrv. Viðreisn og BF hafi látið ótimabær aukaatriði skemma vel gerða stjórnarmyndun,“ segir Einar ennfremur.

„Svo verður fljótlega mynduð stjórn Sjálfstæðis, Framsóknar og Vinstrigrænna; VG sem getur varið slíkt með þjóðarnauðsyn, allt annað hafi verið reynt. Þeir munu fá sem sinn árangur það sem áður hafði verið samið um, plús eitthvað í viðbót (kannski sykurskatt og yfirlýsingu um engin stóriðjuáform). Allavega kæmi mér þetta ekki á óvart. Og lýk hér þeim pælingum,“ segir Einar Kárason ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“