fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Davíð slær frá sér í Staksteinum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson ritstjóri og fv. forsætisráðherra.
Davíð Oddsson ritstjóri og fv. forsætisráðherra.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi leiðaraskrif Morgunblaðsins um daginn í sjónvarpsviðtali á Hringbraut og sagðist ekki hafa séð eins harkalegar árásir fyrrverandi formanns stjórnmálaflokks á núverandi formann. Hann gerði ráð fyrir því að Davíð Oddsson héldi á penna í fyrrnefndum leiðara sem var árás á Bjarna Benediktsson. Í leiðaranum voru stjórnarmyndunarviðræður við Viðreisn harkalega gagnrýndar og mátti skilja leiðarann á þá leið að sjálfstæðismenn ættu að fara annað í stjórnarmyndunarviðræður. Frá þessu sagði Eyjan.is í þessari frétt fyrr í vikunni.

En í Staksteinum Morgunblaðsins slær Davíð Oddsson til baka og lætur Jón Sigurðsson ekki eiga neitt inni hjá sér. Staksteinar dagsins nefnast Muldrar í barminn:

Jón Sigurðsson segir að óviðeigandi sé að fyrrverandi formenn flokka hafi skoðun á því á hvaða leið þeir séu síðar. Jón er að tala upphátt við sjálfan…

Jón Sigurðsson segir að óviðeigandi sé að fyrrverandi formenn flokka hafi skoðun á því á hvaða leið þeir séu síðar.

Jón er að tala upphátt við sjálfan sig, eins og margir gera, en fæstir þó í fjölmiðlum.

Fyrir tveimur árum sagði sami Jón um gamla flokkinn sinn, Framsóknarflokkinn:

Flokkurinn er á villuleið – ekki aðeins í höfuðstaðnum og ekki aðeins í sveitarstjórnarmálum, segir Jón Sigurðsson fv. ráðherra, seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins sem kveðst ekki hafa getað kosið sinn gamla flokk um skeið.«

Þessi ágæti fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur ekki kosið flokkinn sinn um langt skeið. Það hljóta að vera mjög þung örlög fyrir fyrrverandi formann að treysta sér ekki til að kjósa flokkinn sinn í fjölmörgum kosningum.

Jón hefur vonandi kosið flokkinn þegar hann var sjálfur í framboði, en Jón er eini formaður alvöru stjórnmálaflokks sem náði aldrei inn á þing sem slíkur.

Aðeins er vitað um einn annan núlifandi fyrrverandi formann sem ekki hefur kosið flokkinn sinn upp á síðkastið.

Af hverju lætur Jón fjölmiðlunga komast upp með að kenna hann sífellt við Framsóknarflokkinn, sem hann er löngu hættur að kjósa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“