fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Benedikt vill verða fjármálaráðherra

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar fyrir framan Bessastaði í dag. DV-mynd: Sigtryggur Ari.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. Mynd: DV/Sigtryggur Ari.

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sækist eftir því að verða fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð tekst að mynda ríkisstjórn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Viðræður flokkanna þriggja héldu áfram í gær og lauk fundi á sjötta tímanum, unnið er að því að ljúka stjórnarmynduninni fyrir vikulok.

Líkt og Eyjan hefur greint frá hafa margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins efasemdir um samstarfið við Viðreisn og Bjarta framtíð, en telja þeir flestir að málið sé komið of langt til að stöðva það, en snúið verði að ná samstöðu um stór mál í stjórnarsáttmála.

Enn er unnið að skiptingu ráðuneyta en gengið er út frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verði forsætisráðherra. Heimildir Eyjunnar benda til að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verði, auk Bjarna, Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Heimildir Fréttablaðsins  herma að Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmenn Viðreisnar, sækist eftir ráðherraembættum af fullum þunga en ekki megi útiloka Hönnu Katrínu Friðriksson. Björt framtíð fær, samkvæmt heimildum Vísis, tvo ráðherrastóla, og er búist við því að Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir verði ráðherrar flokksins, og að þingflokkurinn sé áhugasamur um að flokkurinn taki að sér atvinnuvegaráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“