fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Eyjan

Hélt því fram að Donald Trump hefði tengsl við Rússland: Fannst látinn í bíl sínum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erovinkin, Sechin, Pútín og Trump.

Fyrrum yfirmaður hjá rússnesku leyniþjónustunni fannst látinn í bíl sínum á annan dag jóla og voru kringumstæður dularfullar. Maðurinn, Oleg Erovinkin, kom að gerð skýrslu um Donald Trump þar sem því er haldið fram að Trump hafi náin tengsl við Rússland.

Breska dagblaðið Telegraph segir að Erovinkin hafi veitt upplýsingar sem voru notaðar í skýrslunni en hún vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum en í henni er því haldið fram að Trump sé mjög náinn bandamaður Rússa og að Rússar hafi jafnvel töluverða stjórn á honum vegna ósæmilegra myndbandsupptaka sem hafi náðst af Trump í Rússlandi.

Segir þar jafnframt að Erovinkin hafi áður verið yfirmaður hjá KGB og hafi átt í góðu sambandi við Vladimir Pútín, forseta, og Igor Sechin, sem er forstjóri rússneska olíurisans Rosneft. Erovinkin er sagður hafa aðstoðað Christopher Steele, fyrrum starfsmanna bresku leyniþjónustunnar MI6, við gerð skýrslunnar.

Steele hefur verið í felum síðan skýrslan komst í hámæli en hann er sagður óttast mjög um líf sitt. Ekki hefur enn verið gefið út hvað varð Erovinkin að bana en ýmsir fjölmiðlar halda því fram að hann hafi verið tekin af lífi en aðrir segja að hjartaáfall hafi orðið honum að bana. Rússneska leyniþjónustan FSB er enn að rannsaka málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?

Nína Richter skrifar: Hvað gerði þessi kona með Drake?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“