fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Trump veldur skelfingu með flóttamannatilskipun

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. janúar 2017 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

66914526
Donald Trump í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í Pentagon þegar hann undirrtaði nýjar tilskipanir um flóttamannatakmarkanir og uppbygginu bandaríska heraflans.

Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í gærkvöldi nýja forsetatilskipun sem snýr að miklum breytingum í málefnum flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bandaríkjunum. Titill hennar ætti að segja hið mesta um andann í tilskipuninni. Hann er þessi: „Vernd gegn því að erlendir hryðjuverkamenn komi til Bandaríkjanna.“

Tilskipunin hefur þegar vakið afar hörð viðbrögð.

Rótttækar breytingar verða gerðar á móttöku flóttafólks til Bandaríkjanna. Þær fela í sér miklar takmarkanir og hertar reglur sem beinast að fólki frá mörgum ríkjum Miðausturlanda og Norður Afríku þar sem múslimar eru í meirihluta.

Engir flóttamenn fá inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Á þessu tímabili munu borgarar frá löndum sem óttast er að beri með sér „hryðjuverkaógn“ ekki fá vegabréfaáritun til Bandaríkjanna. Talið er víst að þessi lönd séu Sýrland, Íran, Írak, Líbýa, Sómalía, Súdan og Jemen.

Undanþágur verða einungis gerðar ef um er að ræða flóttamenn sem tilheyri minnihlutahópum sem sæti ofsóknum í heimalandi sínu. Þar er eflaust átt við kristið fólk.

Þessar takmarkanir eiga að gilda meðan stjórnvöld í Bandaríkjunum endurmeta stöðuna í málefnum flóttamanna og útbúa nýjar reglur til framtíðar. Þær eiga fyrst og fremst að miða að því að hindra hryðjuverkamenn í að notfæra sér veikleika í kerfinu til að athafna sig í Bandaríkjunum.

Samkvæmt tilskipun Trump munu Bandaríkin einnig í mesta lagi taka við 50 þúsund flóttamönnum á þessu ári.  Ljóst er að þetta er nálega helmings fækkun frá því sem verið hefur.

Hin nýja flóttamannatilskipun Trump hefur þegar valdið uppnámi. Ein þeirra sem hafa tjáð sig er Malala Yousafzai friðarverðlaunahafi Nóbels. Malala hlaut heimsfrægð árið 2012 þegar talibanar skutu hana 19 ára gamla í höfuðið eftir að hún hafði bloggað um menntunarmál stúlkna í heimalandi sínu Pakistan. Hún hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún segist niðurbrotin:

Hjarta mitt er kramið vegna þess að Donald Trump hefur í dag lokað dyrunum á börn, mæður og feður sem flýja ofbeldi og stríð. Á þessum tímum óvissu og óróleika bið ég Trump forseta um að snúa ekki baki við varnarlausustu börnum og fjölskyldum heimsins.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook er einnig meðal þeirra sem láta í ljósi áhyggjur vegna flóttamannatilskipunar Bandaríkjaforseta. Það gerir hann á Facebook-síðu sinni:

Við verðum að tryggja öryggi í landinu en það eigum við að gera með því að leggja megin áherslu á fólkið sem í reynd er ógn.

Mark Zuckerberg er sjálfur afkomandi innflytjenda frá Þýskalandi, Austurríki og Póllandi. Foreldrar eiginkonu hans voru flóttafólk frá Kína og Víetnam.

Bandaríkin eru þjóð innflytjenda og við ættum að vera stolt af því.

Gangrýnisraddir koma einnig frá álitsgjöfum og pistlahöfundum víða um heim. Einn þeirra er Daniel Benjamin sem skrifar pistil á Politico. Hann telur að tilskipunun muni auka hættuna á að fólk frá stríðshrjáðum svæðum leiðist út í öfga og hryðjuverk:

Með einu pennastriki hefur forsetinn grafið alvarlega undan vörnum og stöðu Bandaríkjanna…Hann hefur beint Bandaríkjunum inn á stórslysastefnu – stefnu sem ógnar öryggi og veikir forystu Bandaríkjanna á alþjóða vettvangi.

Trump undirritaði flóttamannatilskipun sína um leið og hann vígði fyrrum hershöfðinjann James „Mad Dog“ Mattis í embætti varnarmálaráðherra í Pentagon. Yfirlýsing Trump við undirritunina hófst á fjórum orðum:

This is big stuff.

Síðan bætti hann við:

Ég er að koma á fót nýjum reglum til að halda róttækum íslömskum hryðjuverkamönnum utan Bandaríkanna. Við viljum einungis hleypa inn í land okkar þeim sem vilja styðja það og elska þjóð okkar heitt og innilega.

 

Við þetta sama tækifæri undirritaði Trump einnig tilskipun um að stórefla uppbyggingu bandaríska heraflans með nýjum flugvélum, herskipum og öðrum búnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“