fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Hin nýja innflytjendastefna Bandaríkjanna

Egill Helgason
Laugardaginn 28. janúar 2017 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hleypum öllu í bál og brand í Írak, Sýrlandi, Líbýu og Jemen. Látum rigna sprengjum, en pössum svo upp á að fólkið sem reynir að flýja ofbeldið komist hvorki lönd né strönd.

Allavega ekki til Bandaríkjanna sem bera mesta ábyrgð á endalausum ófriðnum – ásamt taglhnýtingum þeirra í Bretlandi.

Og þá er líka víst að flóttamannastraumurinn mun leita upp til Evrópu þar sem býr fólk sem seint verður kennt um þennan styrjaldarrekstur en þarf að súpa seyðið af honum. Til dæmis Grikkir.

Hins vegar skulum við hafa undanþegin lönd eins og Saudi-Arabíu og Egyptaland. Þar hefur reyndar verið gróðrarstía fyrir hryðjuverk, en harðstjórar í þessum löndum teljast vera mikilvægir bandamenn – og þar eru Trump-hótel.

Líklega hoppa Isis og Al-Queda af kæti í dag, enda markmið þessara samtaka að magna upp tortryggni og hatur. Þeim hefur aldeilis orðið ágengt. Þarna hafa þeir sannarlega fundið pópúlista til að stíga við sig skuggadansinn.

Tvískinnungurinn er himinhrópandi. 15 af 19 árásarmönnum 11. september 2001 voru frá Saudi-Arabíu. En það er ekki beint eins og ameríska meginlandinu sé ógnað að utan – líklega hefur það sjaldan verið öruggara. Aðalvandamálið þar er eins og lengi áður, bandarískir þegnar sem drepa hver aðra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi