fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Boðar varla gott um þingstörfin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er hugsanlegt að stjórnarandstaðan hafi gert mistök með því að fara í fýlu við kosningu í nefndir? Jú, það er gott að standa í lappirnar, en niðurstaðan er sú að stjórnarandstaðan fær ekki eina einustu nefnd. Og þannig gæti hún farið í gegnum heilt kjörtímabil.

En það má auðvitað spyrja líka hvort ríkisstjórnarflokkarnir hafi sýnt einhverja sérstaka sáttfýsi í málinu? Það hefði ef til vill mátt sýna aðeins meiri lipurð, ekki síst í ljósi þess hversu meirihlutinn í þinginu er tæpur.

Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn fær sex þingnefndir, þeir þingmenn hans sem fengu ekki ráðherraembætti, raða sér í formannsstólana í nefndunum. Viðreisn fær aðeins eina nefnd, utanríkismálnefndina en Björt framtíð fær formennsku í velferðarnefnd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur semsagt tögl og hagldir í þinginu líkt og í ríkisstjórn – og eiginlega merkilegt hvað samstarfsflokkarnir hafa reynst meðfærilegir.

Kannski hefðu Viðreisn/BF þurft að leggja aðeins meiri áherslu á samstarf við stjórnarandstöðuna og þá ekki bara í ljósi fyrri fyrirheita, heldur líka til ákveðins mótvægis við Sjálfstæðisflokkinn. Þeir eru farnir að virka dálítið eins og dvergar í samanburði við hann.

Svo er varla hægt að segja að þetta boði gott um þingstörfin á næstunni og starfsfriðinn í þinginu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 55 mínútum
Boðar varla gott um þingstörfin

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“