fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Brexit og tækifærin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert er talað um sóknarfæri sem kunni að felast í úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Það hefur reyndar vakið litla umræðu hér heima en breska stjórnin telur ekki koma til greina að fara íslenska eða norska leið með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Slíkt hefur verið alveg slegið út af borðinu.

Ein hugsanleg afleiðing Brexit er að Bretland færist nær Bandaríkjunum. Trump og Theresa May ætla að hittast á næstunni. En víst er að mörgum mun þykja það ógeðfellt – fyrstu dagar Trumps í embætti benda til þess að hann ætli að standa við gífuryrði sín. Og ef hann hefst handa við að grafa undan Nató og varnarkerfi Evrópu verða Bretar ekki hrifnir. Varla kusu þeir sig út úr Evrópusambandinu (með naumum meirihluta) til að verða hjálenda Bandaríkjanna. (Það er athyglisvert að í nýjum pistli leggur Styrmir Gunnarsson til að Íslendingar stóraukin tengslin við Þýskaland, enda sé það leiðandi ríki í Evrópu.)

Pawel Bartozsek hefur öðruvísi uppruna en annað fólk sem hingað til hefur setið á þingi á Íslandi. Hann er íslenskur borgari, en frá Póllandi. Fáar þjóðir í Evrópu fóru verr út úr tuttugustu öldinni en Pólverjar. Pawel skrifar á bloggsíðu sína:

Daginn sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu og yfirgefur EES-svæðið munu Íslendingar ekki lengur geta flutt óhindrað til Bretlands og Bretar munu ekki lengur geta flutt óhindrað til Íslands.

Vissulega má semja um annað. Vonandi verður það gert, vonandi vilja Bretar sjálfir að það verði gert. En útganga Bretlands eins og sér þýðir nákvæmlega það og ekkert annað. Regluverk ESB, þar með regluverk um frjálst flæði fólks, hættir einfaldlega að gilda með þeim kostum og ókostum sem því fylgja. Það er sá núllpunktur sem verður að ganga út frá.

Úrsögn úr Evrópusambandinu er úrsögn úr Evrópusambandinu.

***

Frændi minn sem býr í litlum bæ vestur af Varsjá spurði mig um daginn hvað ég héldi að ég þyrfti að stoppa oft á ljósum ef ég ætlaði að keyra til Lissabon.

Ég nefndi einhverja tölu sem mér þótti líkleg en var bent á að svarið væri “Núll.” Það væri hraðbraut alla leið.

Já, þannig Evrópu hefur tekist á búa til. Sá sem vill fara frá Varsjá til Lissabon þarf bara að fara upp í bíl og keyra. Hann gæti þurft að borga á stöku stað eða stoppa vegna tímabundins landamæraeftirlits en að öðru leyti þarf hann hvorki að spyrja kóng né prest. Ferðalangurinn er tryggður alla leið, og ef hann finnur sér vinnu og íbúð á áfangastaðnum þá getur hann bara tekið vinnunni og sest að.

***

Þannig var heimur foreldra minna ekki og ekki heldur heimur foreldra þeirra. Og það þarf ekkert að vera að heimur barna okkar verði þannig. En mér finnst skipta máli að hann verði það. Að heimurinn verði sem opnastur, og að sem flestir geti notið hans.

Að því leyti verð ég að viðurkenna að ég sé ekki sóknarfærin sem felast í því að ríki gangi úr ESB. Ekki nema við notum „sóknarfæri“ í einhverri stórfyrirtækja-straumlínustjórnunarmerkingu sem „vandræði“. Vandræði sem við verðum að lágmarka og reyna að búa til eitthvað sem er kannski jafngott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“