Á forsíðu Morgunblaðsins var það fullyrt að forystumenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa síðustu daga átt samtöl um hvort flokkar þeirra geti saman verið valkostur í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, var í viðtali við þá Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu. Þar sagði hún frétt Morgunblaðsins vera full dramatíska. Hún sagði að það væri rétt að hún og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hefðu hist og bætti við að fólk hætti ekkert að tala saman í þinginu þótt formlegar viðræður séu í gangi annarstaðar. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið í þeim viðræðum og að henni fyndist ekki við hæfi að vera að hafa samband við flokka sem væru í formlegum viðræðum á þessari stundu.
Það er margt sem við eigum sameiginlegt. Þegar það kemur að velferðarmálum, heilbrigðis- og menntamálum, upplýsingamálum o.þ.h. Það var mjög gott samstarf á milli þessara flokka í R-listanum í borginni.