„Vinstri kantur íslenskra stjórnmála hafði lítið á móti Óttari þegar fundað var um ríkisstjórnarsamstarf á Lækjarbrekku. Samt er ekkert í stefnu Óttars eða Bjartrar framtíðar sem hefur breyst, en hann hefur nú fundið flokk sínum farveg til að koma stefnumálum sínum í verk,“ skrifar dálkahöfundurinn Týr á Viðskiptablaðinu en hann gerir þar að umfjöllunarefni sínu þrýstinginn sem var á Óttari um að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.
Vinstri menn spara nú sjaldan stóru orðin og það gerði Birgitta Jónsdóttir ekki heldur þegar hún sagði að Óttar yrði samstundis þjóðhetja.
Týr segir um Pírata að versti óvinur þeirra sé staðfesta og regla og að Pírötum líði best í reiði og ringulreið. Heimilin í landinu dafni aftur á móti best í reglu.
Pistilinn má lesa í heild sinni hér.
Börkur Gunnarsson