fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Eyjan

Flókinn ráðherrakapall Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherrakapall Sjálfstæðisflokksins er býsna flókinn. Ráðherrar verða Sigríður Andersen sem er 8. þingmaður Reykjavíkur suður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem er 4. þingmaður í Norðvestri og Jón Gunnarsson sem er 6. þingmaður í Suðvesturkjördæmi.

Unnur Brá Konráðsdóttir verður svo forseti Alþingis, en afar tæpt stóð að hún næði yfirleitt inn á þing. Hún er 8. þingmaður Suðurkjördæmis. Formaður þingflokksins verður svo Birgir Ármannsson, 8. þingmaður Reykjavíkur norður.

Gengið er framhjá Haraldi Benediktssyni, sem er 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis og Páli Magnússyni, sem er 1. þingmaður Suðurkjördæmis og vann þar stóran sigur. Brynjar Níelsson, 4. þingmaður Reykjavíkur suður, sóttist eftir ráðherrasæti en fær ekki. Líklegt er að þessir þingmenn fái einhverjar þungaviktarnefndir, Haraldi þótti farast vel úr hendi formennska í fjárlaganefnd í þinginu fyrir jól.

Kannski er það til marks um hversu góð tök Bjarni Benediktsson hefur á flokki sínum að hann kemst upp með að gera þetta svona. Þetta hefur veri dálítið púsl hjá honum. En að ýmsu er að hyggja í þessu. Dómsmálaráðherrann nýi, Sigríður er lengst til hægri í Sjálfstæðisflokknum, kemur úr svonefndum Andríkishópi, en fær í sinn hlut hin vandmeðförnu innflytjendamál. Um þau eru fögur fyrirheit í stjórnarsáttmálanum.

Hin óreynda Þórdís tekur við ferðamálunum þar sem svo sannarlega er þörf mikils átaks – ferðaþjónustan er jú orðin langstærsta atvinnugrein landsmanna. Það er hins vegar Jón Gunnarsson sem fer með samgöngumálin, en þar undir falla væntanlega flugvellir landsins. Í stjórnarsáttmála segir að leita skuli sátta um málefni Reykjavíkurflugvallar, en einnig er ljóst að stórar ákvarðanir þarf að taka um framtíð millilandaflugsins ef það á að halda áfram að vaxa.

Tveir ráðherrar hafa ekki verið nefndir hér, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þeir eru báðir fyrstu þingmenn sinna kjördæma. Það er dálítið kátlegt að hinn eindregni andstæðingur Evrópusambandsins Guðlaugur skuli verða utanríkisráðherra – hann hefur líka mikil tengsl inn í Brexit herbúðirnar í Bretlandi. Kristján Þór fær hið erfiða menntamálaráðuneyti, hann er maður friðarins fremur en hitt, lipur í mannlegum samskiptum og mun ekki af veita því víða loga eldar undir í skólakerfinu. Ljóst er að þar er víða þörf á að taka til hendinni.

Svo má spyrja hvort menningararfurinn verði fluttur aftur í menntamálaráðuneytið, en hann var færður í forsætisráðuneytið á tíma Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það eru áhöld um hvort Bjarni Benediktsson hafi áhuga á að sinna honum með sama hætti og Sigmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða

Musk er Bandaríkjunum dýrkeyptur – Kostar 17.000 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“