fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Enn einu sinni óbundnir til kosninga – og líka óbundnir af kosningaloforðum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. september 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér dettur ekki margt í hug að skrifa um kosningarnar 28. október. Þó þetta:

Stjórnmálamennirnir (flokkarnir) fara í kosningar án þess að hafa hugmynd um hvað þeir ætla að gera eftir þær.

Þess vegna nægir að setja upp óljósa og loðna stefnu. Það er jafnvel hægt að nota aftur stefnumálin frá því síðast eða þarsíðast. Það varð hvort sem er ekkert úr þeim.

Þetta heitir að ganga óbundinn til kosninga. Menn reynast líka óbundnir af kosningaloforðum. Og þess vegna gengur kosningabaráttan mikið út á getsakir um hver muni vinna með hverjum eftir að atkvæðin hafa verið talin.

Eða hver muni lenda með hverjum að endingu? Það er hægt að gera því skóna að Sjálfstæðisflokkurinn og VG muni vinna saman – eða bara eitthvað…

Þetta er ótrúlega ófrjótt kerfi. Og tilfinningin sem maður hefur er að landsmenn langi lítið í kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“