fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Eyjan

Statoil fann enga olíu á nyrsta rannsóknarsvæðinu í Barentshafi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olíuborpallur Statoil. Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Norska ríkisolíufélagið Statoil fann ekki olíu á nyrsta rannsóknarsvæði sínu, Korpfjell, í Barentshafi. Félagið segir að þetta hafi verið „mikilvægasta könnunarhola þess í ár“ á norska landgrunninu. Hlutabréf í félaginu lækkuðu um rúmlega 1,5% þriðjudaginn 29. ágúst eftir að tilkynningin um að engin olía hefði fundist birtist. Hlutabréfaverðið hækkaði þó að nýju um 0,7% að morgni miðvikudags 30. ágúst.

Aldrei hefur verið borað norðar í Barentshafi en á Korpfjell-svæðinu. Það var á svokölluðu gráu svæði milli Noregs og Rússlands sem var afmáð árið 2010 þegar stjórnvöld landanna náðu samkomulagi um markalínu og Norðmenn eignuðust Korpfjell.

Dan Tuppen sem stjórnar rannsóknum á vegum Statoil í Barntshafi lýsti vonbrigðum með niðurstöðuna. Nú yrði hins vegar unnið úr þeim upplýsingum sem hefði verið aflað með boruninni. Haldið yrði áfram olíuleit á þessum slóðum á næsta ári. Þá yrðu boraðar fimm holur.

Tuppen segir að Statoil bindi miklar vonir við að olía finnist í Barentshafi. Félagið og önnur olíufélög njóta eindregins stuðnings norsku ríkisstjórnarinnar. Fyrr á þessu ári kynnti ríkisstjórn 93 ný svæði til rannsóknar í Barentshafi.

Sérfræðingar hjá Statoil segja að brýnt sé að rannsaka ný svæði, finna verði nýjar og gjöfular olíulindir til að tryggja samfellu í vinnslunni á landgrunni Noregs.

Ørjan Birkeland, verkefnastjóri hjá Statoil, segir að fimmta hvern dag sigli fullhlaðið gasflutningaskip frá Melkøya með farm frá Snøhvit-gasvinnslusvæði félagsins í Barentshafi. Um borð í hverju skipi sé farmur sem sé 250 m. norskra króna (3,4 milljarða ISK) virði. Vegna þessarar vinnslu hafi orðið til 600 störf í Hammerfest í Norður-Noregi.

Eftir að ríkisstjórnir Noregs og Rússlands sömdu um markalínuna í Barentshafi árið 2010 tókst samstarf milli Statoil og rússneska ríkisolíufélagsins Rosneft um rannsóknir víða á rússneska landgrunninu. Eftir að Norðmenn og ESB gripu til refsiaðgerða gegn Rússum árið 2014 gena innlimunar á Krím hefur sameiginleg olíuleit Rússa og Norðmanna stöðvast.

Birtist fyrst á vef Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína