fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Óli Björn og Arnar fá frelsisverðlaun SUS

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason. Mynd/DV.

Óli Björn Kárason, þingmaður, og Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður, hljóta frelsisverðlaun Sambands Ungra Sjálfstæðismanna árið 2017. Afhending verðlaunanna, sem kennd eru við Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, fer fram í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll klukkan 17:00 í dag. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Í yfirlýsingu SUS segir:

Frelsisverðlaunin eru afhent ár hvert til þeirra sem hafa aukið veg frelsishugsjónarinnar á Íslandi. Stjórn SUS vill með þessu þakka fyrir óeigingjarnt starf þeirra og hvetja til frekari dáða.

Óli Björn fær verðlaunin fyrir að hafa verið „talsmaður frelsis á Íslandi í ræðu og riti síðustu áratugi“. Hann hefur starfað lengi í bókaútgáfu og hjá fjölmiðlum. Hann hefur meðal annars ritstýrt miðlum á borð við DV, Viðskiptablaðinu og Amx.is og gefið út bækur.

Arnar rekur víninnflutningsfyrirtækið Sante ehf og „hefur lengi talað fyrir auknu frelsi í viðskiptum og verslun“. Hann hefur barist gegn ríkiseinokun og höfðaði nýverið mál gegn íslenska ríkinu þar sem þess var krafist að reglugerð um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni yrði gerð dæmd ógild.

Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Andra Snæ Magnason, Margréti Pálu Ólafsdóttur, Brynjar Níelsson og Hannes Hólmstein Gissurarson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?