fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Einn þriðji Bandaríkjamanna ánægður með störf Donalds Trump

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 3. ágúst 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti á fundi með kaupsýslumönnum í Hvíta húsinu 1.ágúst síðastliðinn. Fyrir aftan hann er dóttir hans, Ivanka. Mynd/EPA

Þriðjungur Bandaríkjamanna er ánægður með störf Donalds Trump Bandaríkjaforseta, aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn verið óánægðir sem störf Trump og nú, en 61% Bandaríkjamanna telja hann standa sig illa. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Quinnipiac-háskólans. Hefur hlutfall óánægðra aukist um sjö prósentustig frá því í júní síðastliðnum þegar rúm 40% töldu hann vera að standa sig vel.

Könnunin var gerð dagana 27. júlí til 1.ágúst og voru 1.125 einstaklingar á kjörskrá spurðir um ánægju sína með forsetann, könnunin náði til allra ríkja Bandaríkjanna.

Meirihlutinn telur að Trump sé ekki hreinskilinn, sé með lélega leiðtogahæfileika, væri ekki gáfaður og væri sama um almenna borgara. Þar að auki telur meirihluti að Trump hafi „reynt að spilla eða hindra rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttunni í fyrra.“

Svipaða sögu er að segja af nýlegri könnun Gallup sem birt var í byrjun ágúst, sögðust þá 36% Bandaríkjamanna ánægðir með störf forsetans en rúm 60% óánægðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina