fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Eyjan

Vandræðasvæðum fjölgar í Svíþjóð: „Krísuástand“ innan sænsku lögreglunnar – flótti úr stéttinni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Svíþjóð eru undir miklu álagi og segja nú upp störfum í stórum stíl. Á sama tíma fjölgar borgarhverfum sem ríkislögreglustjóraembættið skilgreinir sem „sérlega viðkvæm.“ Mynd/EPA

Sænska dagblaðið Dagens nyheter greindi frá því í gær að ríkislögreglustofnun Svíþjóðar NOA (Nationella Operativa Avdelningen) hafi nú útbúið nýjan lista yfir borgarhverfi í Svíþjóð sem falli undir það stöðumat að vera „sérstaklega viðkvæm.“

Samkvæmt greiningu lögreglunnar hefur þessum svæðum fjölgað úr 15 í árslok 2015 í 23 nú.

Þetta gerist þrátt fyrir að sænsk stjórnvöld hafi reynt að beita ýmsum ráðum til að vinda ofan af þróuninni.

Með skilgreiningunni „sérstaklega viðkvæm“ svæði er átt við borgarhverfi þar sem eiturlyfjasala, glæpaklíkur, annar félagslegur órói og trúarofstæki ráða ríkjum með svo yfirþyrmandi hætti að hverfin eru ekki talin örugg. Þessi svæði hafa einnig verið kölluðu „utanveltusvæði“ eða „no-go zones“ á ensku.

Forsíða Dagens nyheter í gær, mánudaginn 12. júní, þar sem greint var frá leynistimplaðri skýrslu ríkislögreglustjóra.

Skýrsla ríkislögreglustofnunarinnar NOA hefur legið fyrir síðan í apríl. Henni hefur þó verið haldið leyndri samkvæmt fyrirmælum Dag Eliasson ríkislögreglustjóra þar til nú að henni var lekið til Dagens nyheter.

Talskona NOA segir við Dagens nyheter að skýrslan hafi verið flokkuð sem trúnaðarmál hjá embættinu þar sem yfirstjórn lögreglunnar hafi viljað vinna meiri tíma til að átta sig betur á stöðu mála.

Dagens nyheter skrifar að forysta sænsku lögreglunnar standi nánast ráðþrota gegn ástandinu sem virðist stöðugt fara versnandi. Blaðið ræðir við lögreglustjóra víðs vegar í Svíþjóð svo sem í Uppsölum, Stokkhólmi og Malmö. Þeir eru sammála um að lögreglan hafi hreinlega ekki nægan liðsafla til að ráða við stöðu mála.

Það er krísuástand. Yfirstjórnin sér að hún verður að leggja fram trúverðuga aðgerðaáætlun en vandinn er sá að það er ekki mikið sem hægt er að gera,

er haft eftir manneskju sem ekki vill láta nafns síns getið en hefur góða innsýn í málin að sögn Dagens nyheter.

Eitt helsta vandamálið er skortur á nægum mannafla til lögreglustarfa á sama tíma og ástandið versnar stöðugt í mörgum borgarhverfum víðs vegar í Svíþjóð. Flótti ríkir úr lögreglustéttinni þar sem stöðugt fleiri segja nú upp störfum. Þetta á ekki síst við um yngra fólk undir fertugu. Léleg laun miðað við vinnuálag eru nefnd sem rík ástæða þessa. Sænska ríkisútvarpið SVT sagði frá því í frétt sinni um síðustu helgi að það sem af er þessu ári hafi 394 sænskir lögreglumenn sagt upp á landsvísu.

Ég læt öðrum það eftir að fullyrða að okkur hafi mistekist. Ég veit aðeins að við leggjum eins hart að okkur og við getum, bæði hvað varðar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi og í fyrirbyggjandi störfum svo sem með viðræðum við borgarana, foreldragæslu og samráði við skólana,

segir Jale Poljarevius svæðislögreglustjóri í Uppsölum við Dagens nyheter.

Hann kallar eftir liðsauka. Það gera sömuleiðis kollegar hans í Stokkhólmi, Malmö og víðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum

Þórdís Lóa ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna