fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Kosningar í Bretlandi á morgun – Nær enginn hreinum meirihluta?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Corbyn og Theresa May.

Á morgun 8. júní ganga Bretar að kjörborðinu í skugga hryðjuverka. Þegar Theresa May, forsætisráðherra íhaldsflokksins ákvað að kosningar skyldu fara fram kom það mörgum í opna skjöldu enda voru síðustu þingkosningar í landinu árið 2015. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið og margt breyst síðan í apríl. Nú er farið að ræða af nokkurri alvöru að sú staða gæti komið upp að enginn flokkur á breska þinginu fái hreinan meirihluta, eitthvað sem þótti algjörlega fjarstæðukennt aðeins fyrir mánuði síðan.

Síðastliðinn mánuð hefur mikið dregið saman með Íhaldsflokki May og Verkamannaflokkunum undir stjórn Jeremy Corbyn. Skoðanakannanafyrirtækið YouGov hefur undanfarna daga gert að því skónna að svokallað ,hung parliament‘, þar sem enginn flokkur fær hreinan meirihluta sé líkleg niðurstaða kosninganna. Þann 5. maí birti fyrirtækið könnun þar sem Íhaldsmenn fengu aðeins 42% stuðning, aðeins 4% meir en Verkamannaflokkurinn og myndi ekki duga fyrir hreinum meirihluta. Á heildina litið benda skoðanakannanir til þess að Íhaldsmenn hafi milli 12 og 1% forystu sem bendir til þess að allt getur gerst, fyrir utan að Verkamannaflokkurinn nái hreinum meirihluta.

Að sögn breska tímaritsins The Economist, sem lýst hefur yfir stuðningi við Frjálslynda demókrata í stað stóru flokkanna tveggja, eru embættismenn í London farnir að dusta rykið af verklagsreglum komi sú staða upp að enginn flokkur fái hreinan meirihluta. Sem betur fer fyrir þá var útbúin leiðbeiningarbæklingur árið 2010 til að skýra út þau stjórnarskrárlegu ferli sem fylgja skal þegar þessi staða kemur upp.

Þrennir möguleikar blasa við ef enginn flokkur fær hreinan meirihluta. Eins flokks minnihlutastjórn, varin falli af öðrum flokkum eftir því sem þar, ríkisstjórn þar sem tveir eða fleiri flokkar gera með sér formlegt samkomulag líkt og bandalag Frjálslyndra og Verkamannaflokks 1977-1978  eða fullgild samsteypustjórn með meirihluta í neðri deild þingsins líkt og David Cameron, forveri May í embætti stýrði í samstarfi við Frjálslynda demókrata árin 2010 til 2015.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg