fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Drykkir fortíðar

Egill Helgason
Föstudaginn 2. júní 2017 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa flösku (og eldspýtustokkinn) rakst ég á hjá vinum mínum á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Flaskan er nokkuð komin til ára sinna, en ég man eftir þessum drykk þótt ég hafi aldrei bragðað hann. Kokkteill var einhvers konar blanda úr gini og vermóð eftir því sem ég kemst næst, en á þessum árum voru líka til drykkir eins og Bolla og Nökkvakokkteill.

Ekki veit ég hvað var í síðarnefndu drykkjunum, stundum var sagt að svona drykkir hefðu verið blandaðir úr ýmsum víntegundum sem voru gerðar upptækar í smygli. Þetta voru engin eðalvín. Í blaðagrein frá 1979 segir að Áfengisverslunin hafi framleitt eftirtalda drykki: Brennivín, Ákavíti, Hvannarótarbrennivín, Bitterbrennivín, Gamalt brennivín, Gamalt ákavíti, Kláravín, Tindavodka, Ginn (Gin), Genever (blár og grænn), Brómberjabrandí, Krækiberjalíkjör, Bollu, Kokkteil (sætur & þurr), Nökkvakokkteill og Messuvín.

Yfirleitt var þetta sett í flöskur eins og eru á myndinni, ekki með neinu skrauti eða fallegum litum, heldur voru flöskurnar líkt og hannaðar til að taka upp úr buxnastreng eða súpa á ofan í lúkar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi