fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Macron er nýr forseti Frakklands

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 7. maí 2017 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emanuelle Macron.

Emmanuel Macron er nýr forseti Frakklands. Þetta er ljóst eftir talningu fyrstu atkvæða í Frakklandi. Kjörstaðir lokuðu kl.18 að íslenskum tíma. Skömmu síðar komu fyrstu tölur sem sýndu að Macron var með 65,5% atkvæða. Marine Le Pen mótframbjóðandi hans fékk 34,5% atkvæða og viðurkenndi hún ósigur. Sigurinn er talsvert meiri en skoðanakannanir bentu til, en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mældist hann með rúmlega 60% fylgi. Kjörsókn í dag var töluvert lægri en í fyrri forsetakosningum í Frakklandi.

Margir höfðu lýst stuðningi yfir Macron, þar á meðal Francois Hollande fráfarandi forseti og Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Nú um helgina varð Macron fyrir áfalli, en tölvuhakkarar brutust inn í tölvu hans og birtu tölvupósta og skjöl, þar á meðal skjöl sem bentu til eigna í aflandseyjum. Talsmenn hans sögðu fölsuð skjöl hafa verið blandað við raunveruleg til að koma á hann höggi.

Le Pen sagði í ávarpi fyrir framan stuðningsmenn sína í París nú fyrir stuttu að hún hefði hringt í Macron og óskað honum til hamingju. Hvatti hún stuðingsmenn sína til áframhaldandi baráttu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Theresa May forsætisráðherra Bretlands hringdu einnig í Macron og óskað honum til hamingju.

Macron er yngsti Frakklandsforesti sögunnar, 39 ára. Hann er fæddur í Amiens, menntaðiur í stjórnmálafræði og heimspeki, starfaði í fjármálageiranum og varð svo ráðherra í ríkisstjórn Hollande fráfarandi forseta. Hann stofnaði svo sinn eigin flokk, Marche!, sem telja mætti sem miðjuflokk eða vinstri-miðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu