fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

Geta kjarnorkusprengingar Norður-Kóreu valdið eldgosi?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. maí 2017 08:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattamynd af Yongbyon svæðinu í Norður-Kóreu. Mynd: EPA

Þegar Norður-Kóreumenn sprengja kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni fara öflugar orkubylgjur í gegnum Jörðina sem geta hugsanlega komið af stað eldgosi við landamærin að Kína eða hvað? Sjötta kjarnorkusprenging Norður-Kóreu virðist vera skammt undan en síðast í morgun bárust fregnir af því að mikið sé nú um að vera í tilraunastöð þeirra þar sem þeir sprengja kjarnorkusprengjur og að svo virðist sem verið sé að undirbúa sprengingu. Ástandið er eldfimt á Kóreuskaga þessa dagana og ef Norður-Kórea sprengir kjarnorkusprengju er ómögulegt að segja hvernig fer í samskiptum þeirra við Bandaríkin, Suður-Kóreu og Kína.

Sérfræðingar telja að ef Norður-Kóreumenn sprengja nógu öfluga kjarnorkusprengju þá getið það komið af stað eldgosi í Paektu fjallinu sem er á landamærum Norður-Kóreu og Kína. Eldgos í fjallinu gæti haft miklar hörmungar í för með sér og orðið tugþúsundum manna að bana í báðum ríkjum. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN um málið.

CNN hefur eftir Bruce Bennett, sérfræðingi í varnarmálum hjá Rand Corporation, að öflug sprenging geti valdið eldgosi í Paektu og það yrði stórt eldgos sem yrði mörgum að fjörtjóni. Hann sagði að Kínverjar hafi lengi haft áhyggjur af þessu í tengslum við kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu. Um 1,6 milljónir manna búa í innan við 100 km radíus frá eldfjallinu en það er aðeins 115 km frá kjarnorkutilraunastöð Norður-Kóreu.

Paektu gegnir mikilvægu hlutverki í sögu Kóreu en þar er talið að Dangun, stofnandi fyrsta kóreska konungsríkisins, hafi fæðst. En lítið er vitað um eldfjallið út frá vísindalegu sjónarmiði en vísindamenn hafa ekki haft mikinn aðgang að því vegna einangrunar Norður-Kóreu frá umheiminum. Jarðskjálftavirkni var í því frá 2002 til 2005, líklega vegna aukinna kvikuhreyfinga.

Amy Donovan, kennari í jarðfræði og náttúruvá við King‘s College í Lundúnum, sagði CNN að líti hætta væri á að kjarnorkusprengja upp á 10 kílótonn gæti komið eldgosi af stað í fjallinu en ef sprengjan væri 50 til 100 kílótonn gæti það gerst.

Paektu gaus síðast 1903 en gos í því 946 er talið vera eitt af stærstu eldgosum sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu