fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

600 norrænir nasistar fóru í 1. maí göngu: Tvöfalt fleiri en í fyrra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. maí 2017 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasistafylkingin marsérar undir fánum í Falun í dag. Þessi sjón setur ugg í brjóst margra þar sem einsýnt þykir að „Norræna andspyrnuhreyfingin“ sé að eflast.

Nálega 600 nasistar tilheyrandi hinni svokölluðu „Norrænu andspyrnuhreyfingu“ marséruðu í einni fylkingu um götur Falun-bæjar í Dölum í Svíþjóð í dag. Að göngunni lokinni héldu þeir útifund á torgi í miðbænum. Bæði karlar og konur tóku þátt.

Andstæðingar nasistanna köstuðu að þeim steinum og sendu þeim tóninn. Fleiri hundruð sænskir lögreglumenn voru til staðar til að tryggja að allt færi friðsamlega fram en nasistarnir höfðu leyfi yfirvalda til að fara í göngu sína í Falun á þessum hátíðsdegi verkalýðsins.

Ekki kom til alvarlegra átaka en nokkrir andstæðingar nasistanna voru færðir á brott af lögreglunni.

„Norræna andspyrnuhreyfingin“ stóð einnig fyrir sams konar göngu á 1. maí í fyrra. Hún fór fram Borlänge-bæ skammt suðvestur af Flaun. Þá tóku um helmingi færri þátt en gerðu í dag.

Daniel Poohl ritstjóri sænska Expo-tímaritsins, sem hefur þá ritstjórnarstefnu að berjast gegn kynþáttahyggju og fasisma, segir í samtali við sænska dagblaðið Expressen í kvöld að þetta sýni að „Norrænu andspyrnuhreyfingunni“ sé óðum að vaxa fiskur um hrygg:

Þeim hefur tekist að virkja fleiri en í fyrra. Það er í samræmi við það sem við höfum séð, sem er að hreyfingin stækkar og hún hefur öðlast sess sem róttæk samtök hægri-öfgafólks á landsvísu.

Pressan greindi frá því í frétt í desember sl. að „Norræna andspyrnuhreyfingin“ stæði fyrir herferð til að fá fleiri félaga í sínar raðir.

Poohl ritstjóri Expo segir við Expressen að þessi samtök séu hættuleg. Í fjölmiðlum er bent á að innan raða þeirra séu margir þekktir ofbeldismenn sem sumir hverjir hafi hlotið dóma. Í dag sást hvar nokkrir þekktir norskir og finnskir nasistar gengu með sænskum félögum sínum í Falun.

Stefan Löfven formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar minntist á göngu nýnasistanna í 1. maí ræðum sem hann hélt í Landskrona og Malmö í dag.

Mér er afar illa við nasismann og hugnast illa að þeir [nasistar], skuli nú á 1. maí sem er dagur verkalýðshreyfingarinnar, marséra með sinn boðskap sem gengur út á allt annað en samstöðu og jöfnuð. Þeir mismuna manneskjum. Mér hrýs hugur við þessu,

sagði sænski forsætisráðherrann samkvæmt því er segir í frétt Expressen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu