fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Eyjan

May hafnar ásökunum um tækifærismennsku: „Ég treysti þjóðinni“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Mynd/EPA

Theresa May forsætisráðherra Bretlands hafnar því alfarið að ákvörðun hennar um að boða til kosninga 8.júní sé byggð á tækifærismennsku. May hefur verið legið á hálsi frá því hún tilkynnti ákvörðunina í gær að markmið kosninganna sé að tryggja stöðu sína sem forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins til ársins 2022. Sagði hún í samtali við BBC að það sé nauðsynlegt fyrir hana að hafa sterkt umboð til að leiða viðræðurnar við Evrópusambandið til farsælla lykta.

May hefur verið gagnrýnt, þá helst af Nicolu Sturgeon formanns Skoska þjóðarflokksins, að hún sé ekki með nægilega sterkt umboð sem forsætisráðherra þar sem kjósendur í þingkosningunum 2015 hafi kosið David Cameron og stefnu hans, en ekki May. Cameron sagði af sér í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Breta úr ESB, Brexit, þar sem hann laut í lægra haldi fyrir meirihluta bresku þjóðarinnar.

Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins. Mynd/EPA

Íhaldsflokkurinn er nú með 17 þingmanna meirihluta á breska þinginu, sem er ekki mikið miðað við 650 þingmenn og því getur tiltölulega lítill hópur þingmanna haft áhrif á viðræðurnar við ESB, eitthvað sem May vill forðast. Flokkurinn stendur sterkt í skoðanakönnunum um þessar mundir, með mun meira fylgi en Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Jeremy Corbyn sagði í gær að flokkurinn tæki kosningum í sumar fagnandi og verður tillaga May því líklega samþykkt á þinginu síðar í dag.

May hefur ítrekað sagt að hún muni ekki boða til kosninga fyrr en 2020, en hún segir nú að hún hafi hægt og rólega skipt um skoðun á undanförnum vikum:

Ég treysti þjóðinni og ég bið þjóðina um að treysta mér,

sagði May og ítrekaði að hún væri viss um að það þyrfti sterka forystu til að yfirgefa ESB og leiða landið inn í nýja tíma:

Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa grandskoðað aðstæðurnar og litið fram á veginn í viðræðunum. Ég vil að landið standi sem sterkast í þessum viðræðum og sé í aðstöðu til að fá sem bestan samning. Það eru langtímahagsmunir. Þetta snýst um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.

Andri Sævar og Svava ráðin til Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar