fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Norður-Kórea: Við svörum hernaði Bandaríkjamanna með kjarnorkuárás

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hyggjast ótrauð halda áfram með flugskeytatilraunir sínar þrátt fyrir vaxandi spennu í samskiptum við Bandaríkin. Um helgina sagði Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna í opinberri heimsókn í Suður-Kóreu að Bandaríkjamenn væru að missa þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreumönnum og þeir ættu að passa sig að láta ekki reyna á hvort Bandaríkin stæðu við stóru orðin.

Han Song-ryol aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC að þeir ætli að standa fyrir allt að vikulegum flugskeytatilraunum og ef Bandaríkin ætli sér að grípa til hernaðaraðgerða þá myndu þeir svara með kjarnorkuárás:

Ef Banda­rík­in eru að skipu­leggja hernaðar­árás á okk­ur mun­um við bregðast fyrr við með kjarn­orku­árás á okkar forsendum,

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

sagði Han. Mike Pence fundar í dag með Shinzo Abe forsætisráðherra Japans, hefur Abe sagt að það sé mikilvægt að finna friðsamlega lausn á deilunum á Kóreuskaganum.

Líkt og greint var frá í síðustu viku telur Stein Tønnesson prófessor við norsku Friðarrannsóknastofnunina að nú sé mikil hætta á að stórstyrjöld brjótist út á Kóreuskaga. Yrði slík styrjöld að veruleika óttast Stein að manntjónið gæti hlaupið á milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar