fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Píratar deila áfram: „Ég lít á svona opinbera yfirlýsingu sem vantraustyfirlýsingu í minn garð“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Deilur innan forystu Pírata um hvort borgin eigi að rifta samningum við Ólaf Ólafsson halda áfram og segir borgarfulltrúi flokksins að orð þingmanns jafngildi vantraustyfirlýsingu. Líkt og fram hefur komið eru skiptar skoðanir innan Pírata um hvor Reykjavíkurborg eigi að rifta samningum við Ólaf í kjölfar birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði blekkt almenning og stjórnmálamenn við kaupin á Búnaðarbankanum. Sagði Þór Saari, sem var í framboði fyrir flokkinn í síðustu kosningum, að borgin ætti að rifta samningum við Ólaf og að Píratar ættu að slíta meirihlutasamstarfinu ef það yrði ekki gert. Undir það tók Sara Óskarsson þingmaður Pírata.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi sagði að ábyrgðin lægi ekki hjá meirihlutanum því allir borgarfulltrúar hefðu samþykkt samningana. Í Silfrinu í gær sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að lögfræðingar borgarinnar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að rifta samningunum við Ólaf út frá jafnræðisreglu. Umræða um þetta skapaðist á Fésbókarsíðu Svans Kristjánssonar prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þar ítrekaði Sara sína skoðun:

Það er hægt að rifta svona samningi, smá handavinna, en vel hægt. Þetta er ekki rétt hjá honum.

Svanur sagði málflutning Söru óboðlegan þingmanni og spurði hana hvort hún hefði komið þessu áliti til skila til borgarfulltrúa flokksins. Þá sagði Halldór Auðar:

Ég lít á svona opinbera yfirlýsingu sem vantraustyfirlýsingu í minn garð sem fulltrúa Pírata í borgarstjórn.

Ef flokksfélagi býr yfir einhverjum ráðleggingum sem gætu mögulega gagnast í málinu (þó þær gangi reyndar algjörlega þvert á álit lagasérfræðinga borgarinnar) er rétta leiðin að koma þeim til viðreigandi fulltrúa flokksins. Ekki ýja að þeim á Facebook. Hverjum á það að gagnast?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum