fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Bjarni og Benedikt tala í kross um framtíð krónunnar

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar gefa erlendum fjölmiðlum hvor sína mynd af framtíð íslensku krónunnar.

Sagði Benedikt í  viðtali við Financial Times það óforsvaranlegt fyrir Ísland að viðhalda sínum eigin fljótandi gjaldmiðli og að Ísland muni skoða þann möguleika að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil, annað hvort evru eða breska pund:

Við myndum vilja hafa stefnu sem kemur jafnvægi á gjaldmiðilinn. Það er alls ekki mjög gott þegar gjaldmiðill flöktir um 10% á þeim tveimur mánuðum síðan við tókum við,

sagði Benedikt við FT og bætti við að fá krónuna í jafnvægi sé næsta stóra verkefni Íslendinga. Tenging við Kanadadollar eða norsku krónuna séu aftur á móti „afleit hugmynd“.

Fasttenging ekki á döfinni

Bjarni segir hins vegar að krónan komi til með að verða gjaldmiðill Íslands um ófyrirsjáanlega framtíð og að fasttenging við evru, pund eða Bandaríkjadal sé ekki á döfinni. Sagði Bjani í viðtali við Bloomberg að peningastefnunefnd væri að störfum og að grundvöllur þeirrar vinnu væri að krónan yrði framtíðargjaldmiðill ÍslandsÞ

Það eru ekki til neinar töfralausnir sem draga úr sveiflum og halda jafnt í stöðugleika,

sagði Bjarni við Bloomberg og bætti við að krónan hefði gegnt lykilhlutverki í endurreisn Íslands í kjölfar fjármálahrunsins 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum