fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Andri Snær og Sara koma Jóni Þór til varnar: „Grjóthaldi þeir svo kjafti“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason og Jón Þór Ólafsson. Samsett mynd/DV

Andri Snær Magnason rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi kemur Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata til varnar og segir að reiði fólks sem upplifi óréttlæti sé beint í rangan farveg. Líkt og greint var frá í morgun þá býr Jón Þór á stúdentagörðum en eiginkona hans er í námi við Háskóla Íslands. Hefur þetta ollið nokkru fjaðrafoki í dag þar sem Jón Þór, sem þingmaður og varaforseti Alþingis, er með rúma 1,3 milljón króna í mánaðarlaun. Andri Snær segir á Fésbók að stúdentagarðar séu hvorki niðurgreiddir af ríki eða borg líkt og félagslegar íbúðir, en kerfið sé eftirsótt og í raun til eftirbreytni, mætti byggja 5000 íbúðir fyrir alla strax á morgun:

Hér er glæpurinn að það er ,,lúxus“ að búa eins og námsmaður hálfu ári eftir að hann settist á þing og þá væntanlega ,,eðlilegra“ að búa í villu í Garðabæ eins og talsverður hluti ráðamanna,

segir Andri Snær og bætir við:

Það er í lagi að tala um vafasama búsetu á eyðibýlum en þingmaður sem flutti ekki strax og hann var kjörinn á þing er ekki eitt þeirra. Þarna er bara verið að beina reiði fólks sem upplifir óréttlæti í rangan farveg með því að klæmast á persónu og fjölskylduhögum og skapa vantraust á fólki sem hefur ekki unnið til þess.

Undir þetta tekur Sara Óskarsson þingmaður Pírata, segir hún að allir sem telji rétt að fólk missi réttindi vegna þess sem maki þeirra geri eigi að „grjóthalda kjafti“:

Það sem Andri segir og grjóthaldi þeir svo kjafti sem finnst rétt að fólk missi einstaklingsréttindi sín sökum þess hver maki þeirra er eða gerir. Alveg grjót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum