fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Góð tíðindi frá Afríku: Álfan er orðin grænni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 19. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurrkar ógna lífi ellefu milljóna í austanverðri Afríku. Þjóðir heims þurfa að gera meira. Mynd/Getty images

Í Afríku stendur nú yfir barátta náttúruaflanna og mannanna. Skógar eru felldir og fólkinu fjölgar en samt sem áður hefur magn gróðurs í álfunni aukist undanfarin 20 ár og það verða að teljast góð tíðindi.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Á sama tíma og menn fella skóga og tré á þéttbýlum svæðum þá spretta runnar og annar álíka gróður fram á strjálbýlum svæðum. Á vef videnskab.dk kemur fram að nú hafi danskir vísindamenn mælt gróðurþróun í álfunni undanfarin 20 ár. Niðurstöðurnar eru að 36 prósent álfunnar eru orðin grænni en á 11 prósentum hennar hefur gróður minnkað. Það er því ekki allt slæmt sem er að gerast í náttúrunni í álfunni.

Martin Brandt, hjá Kaupmannahafnarháskóla, vann að rannsókninni. Hann segir það sé auðvitað ekki gott að sjá neikvæð áhrif af völdum manna á gróðurinn í 11 prósentum álfunnar undanfarin 20 ár en það komi þó ekki á óvart. Hann bendir einnig á að ekki sé allt slæmt því á miklu stærra svæði hafi gróðurmagnið aukist á sama tíma.

Vísindamennirnir notuðu gervihnattamyndir til að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga og af völdum manna á útbreiðslu trjáa og runna í Afríku. Mennirnir fella tré til að fá jarðrými fyrir akra og byggðir. Samfara loftslagsbreytingunum eykst magn CO2 í andrúmsloftinu en í blöndu við aukna rigningu er það gott fyrir tré og runna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi