fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Jón Kalman tilnefndur til Man Booker verðlaunanna ásamt Kadare og norskum Íslandsvini

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. mars 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kalman Stefánsson er á lista tilnefndra rithöfunda vegna alþjóðlegu Booker-verðlaunanna, þetta er langi listinn, styttri listinn verður tilkynntur í apríl en verðlaunin sem nema 50 þúsund pundum verða veitt í júní. Þau skiptast jafnt milli höfundar og þýðanda.

Jón er tilnefndur fyrir skáldsöguna Fiskarnir hafa enga fætur, en af öðrum höfundum á listanum má nefna Ismail Kadare, albanska höfundinn sem fékk fyrstu alþjóðaverðlaun Man Booker 2005. Hann er tilnefndur fyrir bók sem gerist á tíma Ottómanaveldisins og fjallar um mann sem fær það hlutverk að flytja höfuð óvina soldánsins.

Annar frægur höfundur á listanum er Amos Oz frá Ísrael. Bæði Oz og Kadare eru orðaðir við Nóbelsverðlaunin á hverju ári.

Norski höfundurinn Roy Jacobsen er líka á listanum. Bókin hans heitir De usynlege, Hinir ósýnilegu. Roy er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur fjallað mikið um Íslendingasögurnar og var einn af þeim sem komu að heildarútgáfu Íslendingasagnanna á norsku sem var gefin út fyrir fáum árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV