fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Eyjan

Guðni Th: „Einelti skemmir – Einelti er óþolandi“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 4. mars 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Mynd/Sigtryggur Ari

Einelti viðgengst enn og er orðið flóknara en það var á árum áður. Fræða þarf börn um þetta samfélagsmein og veitir fullorðnu fólki ekki af uppfræðslu. Þetta kom fram í setningarræðu Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á ráðstefnunni Einelti – leiðir til lausnar sem er haldin í dag í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Jónasar Guðmundssonar,sem lést á síðasta ári.

Í ræðu sinni vitnaði forsetinn í bækur Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón Bjarna sem hann las í æsku en þar má finna lýsingu á einelti og stríðni sem er leyst með fræðslu. Fyrir nokkrum dögum fundaði Guðni með kennurum sem kenndu honum í barnaskóla forðum daga:

Vitnaði Guðni í kafla úr Jón Oddi og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur þar sem þeir bræður fóru út að leika með Lárusi vini sínum og Selmu systur hans sem er með Downs-
heilkenni. Selmu var strítt,
strákarnir komu henni til varnar, það brast á með miklum bardaga og
foreldrar blönduðust í leikinn.

„Í stuttu ávarpi rifjaði ég upp hvað mér hefði liðið vel hjá þeim, hversu góðar minningar ég ætti. Það er ekki alveg satt. Vissulega hef ég ekki undan neinu að kvarta, ég varð ekki fyrir einelti og ég tók ekki virkan þátt í því, var kennt að stríða ekki, uppnefna ekki. En ég varð vitni að einelti og ég hefði getað komið betur fram, ég hefði getað leikið oftar við einn skólabróður minn sem féll ekki alltaf nógu vel í hópinn. Ég hefði líka getað farið að fordæmi flotts stráks sem var vinsæll töffari, frábær íþróttamaður, og lét þau boð út ganga að menn skyldu sko ekki abbast upp á vin hans sem var dálítið öðruvísi en við hin – og hver er það nú ekki, þegar vel er að gáð,“

sagði Guðni. Segir hann að við eigum að verja rétt barna til að vera þau sjálf, kenna þeim víðsýni og umburðarlyndi og ganga á undan með góðu fordæmi:

Okkur hefur orðið ágengt. Við eigum að fagna því. En einelti viðgengst enn og það gerist flóknara og margslungnara en það var um daga Jóns Odds og Jóns Bjarna. Því ræður tæknin meðal annars eins ogverður eflaust rakið hér í dag. Kjarni málsins er samt óbreyttur: Einelti skemmir. Einelti er óþolandi. Einelti getur eyðilagt líf fólks. Við eigum að fræða börnin og unglingana um þetta mein, eins og mamman í sögunni sá um síðir. Oft veitir hinum fullorðnu ekki heldur af uppfræðslu, og það stoðar ekki að sitja bara hjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn tapar fylgi

Framsókn tapar fylgi