fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Óeirðirnar í Rinkeby: Sænska lögreglan skaut til að hæfa

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 07:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bifreið brennur í Rinkeby í nótt. Skjáskot úr myndbandsupptöku á vef Aftonbladet.

Talsmaður sænsku lögreglunnar í Stokkhólmi hefur upplýst að lögreglumenn á vettvangi Rinkeby-hverfisins í gærkvöldi hafi talið sér svo ógnað að þeir hafi gripið til skotvopna þar sem þeir hleyptu af til að hæfa viðkomandi.

Lögreglan mun því ekki einvörðungu hafa hleypt af viðvörunarskotum heldur miðað á mann eða menn og hleypt af.

Skotið mun hins vegar hafa misst marks.

Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum voru þær að þetta hefðu verið viðvörunarskot en nú er ljóst að skotið var til að hæfa,

sagði Sylvia Odin varðstjóri við Aftonbladet nú undir morgun.

Skotunum var hleypt af þegar hópur grímuklæddra manna réðist á þrjá lögreglumenn með grjótkasti eftir að þeir handtóku eftirlýstan mann grunaðan um eiturlyfjasölu. Lögreglumönnunum mun hafa tekist að hafa þann handtekna á brott með sér.

Sú staðreynd að skotið var til að hæfa þykir til marks um hve staðan var alvarleg. Í óeirðunum í framhaldinu var kveikt í um tíu bílum í miðju Rinkeby-hverfinu. Löreglan kallaði á liðsauka og upp úr miðnætti tókst að róa ástandið.

Það logar enn í tveimur bílum. Björgunarlið hefur farið inn í hverfið til að hefja slökkvistörf. Lögreglan er líka þar og menn eru með hjálma og í hlífðarbúnaði. Til samans hef ég séð fjórar til fimm lögreglurútur á svæðinu,

hefur Expressen eftir blaðamanni sínum sem var í Rinkeby.

Sænska lögreglan upplýsir að brotist hafi verið inn í minnst tvær verslanir þar sem greipar voru látnar sópa. Lögreglan veit um tvær manneskjur sem voru fluttar á sjúkrahús eftir líkamsárásir og hafði annar einstaklingurinn verið rændur.

Ljóst er að mikil spenna ríkir nú í Rinkeby. Þar hefur loft þótt lævi blandað um langa hríð. Þann 14. febrúar síðastliðinn birti Expressen myndband lögreglunnar sem sýndi þegar ráðist var á sænska lögreglumenn í hverfinu fyrr í vetur þar sem beitt var spörkum og barsmíðum.

Myndbandið má sjá með því að smella hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir