fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Varúð – samskiptamiðlar!

Egill Helgason
Mánudaginn 30. janúar 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bláeygð og saklaus höfum við sett ógurlegt magn af upplýsingum um okkur sjálf á Facebook og aðra samskiptamiðla. Um líf okkar, fjölskyldu okkar, atvinnu – og skoðanir.

Við höfum líka látið afstöðu okkar í ljós með því að læka alls konar hluti – stundum oft á dag. Ekki bara um sæta kettlinga, heldur um stjórnmál og skoðanir.

Vissulega hefur verið varað við þessu, en fæstir  hafa látið það hafa áhrif á sig. Það er vitað að fyrirtæki hafa nota upplýsingarnar sem þarna er að finna með ýmsum hætti. Í sjálfu sér er það óþægileg tilhugsun.

En nú eru að komast til valda öfl sem eru þess albúin að rýna í þessar upplýsingar og nota þær – til dæmis til að meta hvort við eigum að njóta ferðafrelsis. Þetta er býsna skuggaleg þróun og setur samfélagsmiðla í nýtt ljós.

Í öfgafyllsta tilvikinu getum við gert okkur í hugarlund ef til dæmis Stasi eða Gestapo hefði haft samfélagsmiðla til að moða úr í allsherjareftirliti sínu með borgurunum.

Rennur kannski upp sá tími að við hættum að læka – og lokum jafnvel Facebook-síðunum okkar, til að gæta eigin öryggis?

Ég nefni í framhjáhlaupi að vinir mínir í Tyrklandi, sem eru allmargir, eru alveg hættir að tjá sig um stjórnmál á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?