fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Óttarr lendir í prófraun

Egill Helgason
Föstudaginn 27. janúar 2017 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Proppé sýnist manni vera fyrsti ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem lendir í verulegum vandræðum – og kemur kannski ekki á óvart miðað við málaflokkinn sem hann tók að sér og hvernig stofnað var til stjórnarinnar.

Strax og stjórnin er tekin við völdum er kominn þrýstingur á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, í þessu tilviki er það Klíníkin í Ármúla sem vill opna einkareikna legudeild vegna liðskiptaaðgerða. Bak við Klíníkina eru einstaklingar sem eiga sterk ítök í Sjálfstæðisflokknum, Ásdís Halla Bragadóttir og Ásta Þórarinsdóttir.

Óttar mun vera nokkuð tvístígandi, og það gerir róðurinn þyngri að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, skuli stíga fram og mótmæla þessum áformum. Páll segir að þetta flæki og grafi undir starfsemi Landspítalans.

Því að sérhæft starfsfólk, læknar og líka annað starfsfólk, er takmörkuð auðlind og við eigum þegar alveg nóg með það að tryggja viðunandi mönnun og sérhæfingu á Landspítalanum á þessu sviði.

Þannig að þetta er ansi mikil prófraun fyrir Óttarr og getur ráðið miklu um framhaldið og stöðu hans í ríkisstjórninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 38 mínútum
Óttarr lendir í prófraun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“