fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Útstillingar í Reykjavík 1969

Egill Helgason
Laugardaginn 21. janúar 2017 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér neðar á síðunni má sjá elsta húsið í miðbæ Reykjavíkur, byggt árið 1762, var hluti af innréttingum Skúla Magnússonar, þeirri stórmerku tilraun til að koma á iðnaði á Íslandi. Þá var húsið nefnt „kontor og magazinhús“. Á fyrri hluta 19. aldar var þetta aðsetur biskups, var þá kallað Biskupsstofan. Síðar bjó þarna Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar – sjálfur Jón mun hafa gist í þessu húsi.

Núna er þarna ferðamannaverslun undir nafninu Cintamani – kemur ekki á óvart.

Myndin er tekin af Hjálmtý Heiðdal árið 1969. Hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana. Hún er í röð mynda sem Hjálmtýr tók þegar hann var nemandi í Konstindustriskólanum í Gautaborg. Verkefnið var að taka myndir af skiltum og útstillingum – og nú eru þetta merkilegar heimildir.

Á þessum tíma var þarna verslun Silla og Valda, þessir þjóðkunnu kaupmenn keyptu húsið 1926 og ráku þar verslun í hálfa öld. Um þetta leyti stóð veldi Sigurliða Kristjánssonar  og Valdimars Þórðarssonar víða um borg með fjölda verslana og hinu þekkta kjörorði búðanna –  „af ávöxtunum skulið þið þekkja þá“ sem sjá má í auglýsingunni hér að neðan. Silli og Valdi áttu eignir um alla borg, létu til dæmis byggja stórhýsið í Austurstræti 17 og verslunarmiðstöðina í Glæsibæ.

 

 

Á mynd Hjálmtýs má einmitt sjá ávextina í glugganum hjá Silla og Valda. Mér er í barnsminni að manni fannst pínu ævintýralegt að koma inn í þessar búðir. Gæti verið að við þyrftum fleiri svona verslanir í bæinn – að tími þeirra komi aftur?

Við hliðina glittir svo í Fjalaköttinn sáluga sem stóð hinum megin við Brattagötuna sem liggur upp í Grjótaþorp. Hann var rifinn og byggður afar ljótur steinsteypukumbaldi.

Seinna var í Aðalstræti 10 veitingastaður sem nefndist Fógetinn – ég man ekki betur en að þar hafi fengist bjórlíki – en um síðustu aldamót keypti Reykjavíkurborg húsið og var það þá fært aftur til fyrra horfs, en nýtt hús byggt þarna fyrir aftan.

 

 

Hér er svo önnur mynd úr verkefni Hjálmtýs Heiðdal. Hún er tekin fyrir utan sjoppu sem var neðarlega á Skólavörðustígnum. Þarna birtist nokkuð annar fjölmiðlaveruleiki en nú er. Vegfarendur taka sér stöðu við gluggann til að lesa forsíður blaða.

Þarna má greina Mánudagsblaðið, Ný Vikutíðindi, Nýja Dagsbrún, Nýtt land, en líka þekktari blöð eins og Þjóðviljann, Tímann og Morgunblaðið. Svo eru þarna tímarit eins og Vikan, Sannar Sögur, Eros og Satt. Fólk fékk sínar fréttir þótt ekki væru þær á internetinu.

 

 

Glöggur notandi vefsíðunnar Gamlar ljósmyndir fann svo forsíðuna á Nýjum vikutíðindum sem hangir þarna í glugganum. Þetta er blaðið sem kom út 11. júlí 1969. Það er margt athyglisvert að finna á forsíðunni, til dæmis fréttina neðst til vinstri um skort á gistiherbergjum. Og svo er þarna mynd af dansmærinni Sabinu sem um þessar mundir dansaði í Sigtúni við Austurvöll, að því er segir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“