fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Andstæða doða og skeytingarleysis

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að flestu leyti er gott að finna hvað fólk hefur miklar áhyggjur af afdrifum Birnu Brjánsdóttur. Málið er sérlega sorglegt, stúlka í blóma lífsins er horfin, fátt hefur maður séð átakanlegra en myndirnar af henni ganga upp Laugaveginn, vitandi að eftir það er ókunnugt um hvað af henni varð. Umkomuleysið rennur manni til rifja. Í viðbrögðum almennings birtist samhygð, umhyggja fyrir mannslífum, vitnisburður að meðal þessarar þjóðar er okkur ekki sama hvað verður um hvert annað.

En meðfram hefur maður líka orðið var við ákveðna múgæsingu. Alls konar söguburður fer fram á samskiptamiðlum, fólk setur fram kenningar sem eiga við lítil rök að styðjast – kannski nærðar af endalausu áhorfi á glæpaþætti? Sem betur fer upplifum við ekki oft hér í fámenninu að það sem þar er sýnt verði að veruleika.

Það er samt furðulegt hvað sumir eru til í að ganga langt, án þess að hafa við neitt að styðjast. Þetta er auðvitað einn af göllum samskiptamiðlanna, hvernig mál gjósa þar upp nánast óviðráðanlega og allir geta gert sína rödd gildandi, líka þeir sem kunna sér ekkert hóf eða stillingu. Netið verður gróðrarstía alls kyns orðasveims. Það er ekki gott þegar upplýsingar í svona málum eru farnar að birtast á samskiptamiðlum áður en þær koma til lögreglu.

Sumir fjölmiðlar hafa teflt á tæpasta vað. Við lifum í veruleika netfréttamennsku þar sem samkeppnin um að verða fyrstur með fréttirnar er talin í mínútum. Þetta er að mörgu leyti háskalegt fjölmiðlaumhverfi miðað við það sem áður var, fjölmiðlavélin er algjörlega óseðjandi. En talsmaður lögreglunnar, Grímur Grímsson, hefur áunnið sér traust með framgöngu sinni. Hann sýnir stillingu en um leið vilja til að upplýsa.

Eins og staðan er vitum við ekki hvernig fer. Vonin er frekar veik, það verður að segjast eins og er. Maður leyfir sér samt að halda í hana. Og eins og áður segir er líka gott að finna sterkar tilfinningar, áhyggjur og umhyggju – andstæðu doða og skeytingarleysis – þegar eitt af okkur týnist með svo vofveiflegum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?