fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarþingmaður: Ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekki fyrsti kostur

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Njáll Trausti Frið­berts­son þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi segir ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn og Bjartri framtíð ekki hafa verið sinn fyrsta kost og tekur hann undir sjónarmið um að ríkisstjórnin hafi of mikinn svip höfuðborgarsvæðisins.

Njáll segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann telji að flugvöllurinn eigi áfram að verra í Vatnsmýrinni og að íslensk stjórnsýsla hafi brugðist í málinu:

Meiri­hluti þjóð­ar­innar vill að flug­völlur sé áfram í Vatns­mýri. Það verður að segj­ast að mér hefur fund­ist íslensk stjórn­sýsla hafa brugð­ist almanna- og örygg­is­hags­munum í þessu máli, svo sem með lokun neyð­ar­braut­ar­innar sem svo er köll­uð. Ég held að það sé kom­inn tími til að skoða hvernig tekið er á svona málum meðal nágranna­þjóða okk­ar, eins og t.d. í Sví­þjóð þar sem flugið er líkt og hér mik­il­vægur sam­göngu­mát­i,

sagði Njáll við Morgunblaðið. Telur hann að ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar þurfi að sýna það í verki að þeir starfi fyrir landið allt, ekki bara höfuðborgina.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Samsett mynd/DV
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata og Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Samsett mynd/DV

Birgitta og Logi: Ekki tímabært að ræða skiptingu fastanefnda

Um helgina gerðu Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum alvarlegar athugasemd við að þrír ráðherrar af ellefu komi úr landsbyggðarkjördæmum, þar af enginn úr Suðurkjördæmi. Segir í ályktun fulltrúaráðs að eðlilegast sé að forystumönnum flokksins í Suðurkjördæmi sé tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis. Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata og Loga Má Einarsson formann Samfylkingarinnar, telja þau ekki tímabært að ræða formannaskiptingu í fastanefndum Alþingis. Er þar fullyrt að stjórnarflokkarnir hyggist vera með formennsku í sex nefndum af átta.

Ari Brynjólfsson –ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti