fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

„Reynt að koma rasistastimpli á þá sem benda á ósómann“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason. Mynd/DV
Björn Bjarnason. Mynd/DV

Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir enga tilviljun að hælisumsóknum hafi fjölgað um 220% á árunum 2015 til 2016, en langflestir hælisleitendanna koma frá Makedóníu og Albaníu. Björn segir í vefdagbók sinni að þróunina megi rekja til máls tveggja fjölskyldna frá Albaníu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt fyrir jólin 2015, en í báðum fjölskyldunum voru langveik börn.

Björn segir tilgang þeirra sem komi til Íslands frá Makedóníu og Albaníu vera þríþættan. Tilgangurinn sé að dveljast á Íslandi í að minnsta kosti þrjá mánuði, stunda svarta vinnu eða að njóta íslenskrar heilbrigðisþjónustu:

Tregða er til að ræða þessi mál á opinberum vettvangi eins og ber að gera. Ættu Íslendingar í hlut og reyndu þannig skipulega að hafa fé út úr íslenska ríkinu á ólögmætan hátt eða stunda svarta vinnu yrði þess strax krafist að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana til að stöðva svindlið. Í tilviki Makedóníumannanna og Albanana er staðið þannig að málum að fjárveitingar eru auknar með því að fara dýpra í vasa skattgreiðenda. Meira að segja er reynt að koma rasistastimpli á þá sem benda á ósómann.

Segir Björn að hælisleitendum fjölgi gjarnan hér á landi þegar vélar Wizz-Air frá Búdapest lendi í Keflavík á miðvikudögum og sunnudögum, það sé spurning hvers vegna það sé ekki samið við ungversk stjórnvöld um að benda þeim sem komi hingað í leit að hæli að það sé til einskis.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti