fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarsáttmálinn verður undirritaður í Gerðarsafni kl. 14:30

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

guðniStjórnarsáttmáli þriggja flokka ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 14.30 í dag. Þar munu formenn flokkanna þriggja kynna efni stjórnarsáttmálans. Það mun að öllum líkindum liggja svo fyrir í kvöld hvaða ráðuneyti flokkarnir fá en gera má ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fái fimm ráðuneyti, Viðreisn þrjú og Björt framtíð tvö. Sjálfstæðisflokkurinn fær einnig forseta Alþingis og formennsku í fimm nefndum af átta, Björt framtíð og Viðreisn munu deila formennsku í einni nefnd og stjórnarandstaðan fær formennsku í tveimur þingnefndum.

Líkt og Egill Helgason sagði hér á Eyjunni þá verður Benedikt Jóhannesson líklegast fjármálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir félagsmálaráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Óljósara eru hverjir verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í innanríkisráðuneytinu, sem gæti verið skipt í tvennt, utanríkisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu en gera má ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra.

Fyrir utan þau atriði sem nefnd voru í morgun þá verður stefnt að því í stjórnarsáttmálanum að bæta heilbrigðiskerfið og lækka kostnaðarþáttöku sjúklinga. Hraðað verður á uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut, einnig á að auka þjónustu við aldraða og lífeyrisaldur hækkaður.

Auk þess verður stjórnarskráin endurskoðuð með fulltrúum allra flokka með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar hefur verði unnin.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“