fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Kannski er það styrkleiki að hafa lítinn meirihluta í þinginu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari
Bjarni Benediktsson Mynd: Sigtryggur Ari

„Þessi ríkisstjórn fær í vöggugjöf á margan hátt góðar ytri aðstæður,“ sagði Bjarni Benediktsson verðandi forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Í dag klukkan 14:30 í Gerðarsafni í Kópavogi var kynntur stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og þar kom fram að Bjarni Benediktsson taldi að ekki eigi að gera lítið úr því hverskonar áskorun það sé að taka við búi sem sé gott. Það er hreint ekki sjálfgefið að þannig verði hlutirnir áfram.

Á fundinum var spjallað um að það væri búið að vinna vel í haginn fyrir farsæla og frjálslynda ríkisstjórn. Fjölbreytni í stofnunum samfélagsins yrði rík og að lögð verði áhersla á uppbyggingu innviða samfélagsins á næsta kjörtímabili einsog til dæmis heilbrigðiskerfisins.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði í ræðu sinni að kannski væri það styrkleiki að stjórnin hefði aðeins eins manns meirihluta. En flestir hafa talið það veikleika nýju stjórnarinnar að hún hefur aðeins 32 þingmenn á bakvið sig sem þýðir eins manns meirihluta. En svo tæpur meirihluti ríkisstjórnar þýðir að líklega verði að vera meira samstarf milli meirihluta og minnihluta en hefur þekkst fram að þessu. Samkvæmt Óttarri Proppé að þá er kannski styrkleiki í því.

Í þessari ríkisstjórn mun Sjálfstæðisflokkurinn fara fyrir ferðamálum, menntamálum og forsætisráðuneytið sjálft verður í höndum þeirra. Fjármálaráðuneytið og atvinnuvegamálaráðuneytið verður í höndum Viðreisnar. Heilbrigðismálahluti Velferðarráðuneytisins og Umhverfismálaráðuneytið verður í höndum Bjartrar framtíðar.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“