fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Fjórðungur stjórnarmanna Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði gegn samstarfi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Stjórnarsáttmálinn var samþykktur án vandræða hjá Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn í gær en hjá Bjartri framtíð greidd 51 maður atkvæði sitt með samningnum en 18 manns greiddu atkvæði gegn honum. Á fundi Bjartrar framtíðar urðu heitar umræður og stóð fundurinn frá klukkan átta í gærkvöldi og fram yfir ellefu einsog Eyjan.is greindi frá.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir frá því í fyrirsögn að skoða eigi útleigu aflaheimilda. Sigurjón Magnús Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, var í viðtali á útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og hló mikið að þessari setningu „Skoða útleigu aflaheimilda,“ og mátti skilja á honum að honum þætti Viðreisn vera búin að gefa mikið eftir í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Í Morgunblaðinu segir: „Í stað ótímabundins afnotaréttar verður athugað hvort hægt verður að taka upp leigu á aflaheimildum til 33 ára. Er það hugsað til þess að fá auknar tekjur af veiðigjöldum. Einnig að miðað verði meira við afkomu fyrirtækjanna á hverjum tíma. Fulltrúar sem voru á fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins og rætt var við í gærkvöldi fullyrtu þó að ekki yrði hróflað við sjálfu aflamarkskerfinu.“

Menn bíða spenntir eftir því að sjá stjórnarsáttmálann en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur til dæmis gefið í skyn að þar sé opnað á breytingar í landbúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“