fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

„Í engu öðru landi hefði það fengið að standa að 50% fjármálakerfisins væri í eigu óþekktra aðila“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. janúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann GuðmundssonHápólitísk heimildarmynd sem nefnist „Ránsfengur“, var sýnd á RÚV í gær og hefur vakið mikla umræðu í dag um bankakerfið í landinu. Myndin fjallar um afleiðingar bankahrunsins fyrir litla venjulega íslenska fjölskyldu. Stór spurningarmerki eru sett við starfsemi bankanna og áhorfendur fá að kynnast afleiðingum starfsemi þeirra með því að kynnast hörkuduglegu íslensku fólki sem fékk skellinn á sig. Fjölskyldan var nálægt því að missa allt sitt, en náði svo að vinna mikilvægt dómsmál gegn bankanum sem breytti miklu fyrir hana.

Áhugavert er að höfundur myndarinnar er viðskiptamaður, Pétur Einarsson, sem var háttsettur í banka í uppsveiflunni og hefur þannig kynnst starfsemi bankanna frá hinni hliðinni, það er frá sjónarhorni stjórnanda í banka.

„Í fyrsta skipti sem ég horfi á þátt um hrunið þar sem fjallað er um það af einhverju viti.“

Umræðan um myndina er víða á samfélagsmiðlum. Þannig skrifar verkfræðingurinn Jón Þorbjörnsson á fésbókarsíðu sína:

Ég horfði á Ransacked í gær og er það í fyrsta skipti sem ég horfi á þátt um hrunið þar sem fjallað er um það af einhverju viti og kallaðir voru til álitsgjafar sem einnig fjölluðum um hrunið af þekkingu og viti.

Það er átakanlegt að rifja upp hvernig vogunarsjóðir gátu leikið hagkerfið hjá okkur með þvi að taka stöðu gegn íslensku bönkunum, sem stóðu þó ekkert verr en sambærilegir erlendir bankar. En sem betur fer er búið að setja lög sem koma í veg fyrir að þetta verði endurtekið.

En umfjöllunin um að vogunarsjóðir hafi yftirtekið landið og eignast hér allt er svolítið yfirdrifin. Miðað við hvernig staðan er á Íslandi í dag er ljóst að samfélagið stendur sterkar eftir en áður en við drógumst inn í þessa ofurfjármálabólu, það má þó að mestu þakka fráfarandi Ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar.

En það sem á eftir að fjalla betur um er það ótrúlega klúður sem hófst eftir hrun þar sem bankar og stjórnvöld hófu miskunarlausa herferð gegn fólki og fyrirtækjum þar sem menn þurftu einir og nánast varnarlausir að berjast gegn bönkum og svo ríkisstjórn sem tók pólitíska afstöðu gegn fyrirtækjum eftir því hver eigandinn var.

Það er ljóst að okkar dæmalausi Hæstiréttur gerði sem minnst til að greiða úr þeirri flækju sem hér var. Fyrst að Hæstiréttur tók þá afstöðu að dæma gengistryggð lán ólögmæt og hjálpa þannig stórum hluta landasmanna. (ég tel þó að sá dómur hafi verið rangur) En miðað við ástandið hefðii verið til of mikils ætlast af Hæstarétti að taka viðtækari afstöðu til þess hvað var leyfilegt eða ekki leyfilegt. Þess í stað þurftu einstaklingar að berjast einir fyrir rétti sínum og margir kikknuðu á þeirri vegferð. NB það eru ennþá í gangi málaferli vegna þessa.

Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri, mætir á fésbókarsíðu Jóns og hefur eftirfarandi við mál Jóns að bæta:

Það alvarlegasta sem ekki er búið að afgreiða er sú staðreynd að lög um hæfi til að eiga bankastofnun voru þverbrotin og bæði embættismenn og stjórnmálamenn bera á því ábyrgð.

Í engu öðru landi hefði það fengið að standa að 50% fjármálakerfisins væri í eigu óþekktra aðila sem engin hæfnispróf þurftu að taka.

Börkur Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“