fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Birgitta boðar vantraust á nýju stjórnina: Óttarr yrði þjóðhetja sliti hann sig frá

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. janúar 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá leiðtogaumræðum í sjónvarpssal fyrir kosningar sl. haust. Birgitta veifaði skilti með áletruninni Panama þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði orðið.
Frá leiðtogaumræðum í sjónvarpssal fyrir kosningar sl. haust. Birgitta veifaði skilti með áletruninni Panama þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði orðið.

„Ef ég mætti gerast svo frökk og ráða mínum gamla félaga heill, þá held ég að hann yrði samstundis að þjóðhetju ef hann myndi slíta sig frá Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum og með því að hafna fúskinu,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.

Hún hvetur Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, til að hætta við fyrirhugað stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn.

„Ég held að það eina rétta í stöðunni fyrir Óttarr í ljósi skýrslu fúsksins sé að krefjast kosninga að nýju og lýsa fyrirfram yfir vantrausti á væntanlega ríkisstjórn sína?,“ segir Birgitta.

„Óttarr getur gert þetta áður en yfir líkur en ég væri til í að leggja fram vantraust um leið og ríkisstjórnin kemur saman á nýju þingi. Þingflokkur Pírata mun ræða þetta alltsaman á eftir og væntanlega senda frá sér einhverja yfirlýsingu í dag,“ segir Birgitta á fésbók.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“