Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar verður kynnt á þriðjudag. Búast má við að sama dag verði efnt til fundar í ríkisráði á Bessastöðum þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson kveður sem forsætisráðherra og ríkisstjórn hans og við tekur fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá því að búið sé að kalla út stofnanir flokkanna þriggja til að leggja blessun sína yfir samstarfið og stjórnarsáttmálann.
Sex hundruð manna flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman annað kvöld og þá munu stjórnir Bjartrar framtíðar og ráðgjafaráð Viðreisnar einnig funda í sama tilgangi.
Formenn flokkanna þriggja hitta þingmenn í dag einslega og ræða skipan í ráðherrastóla og bera svo formlegar tillögur undir þingflokkanna á morgun eða þriðjudag.
Benedikt Jóhannesson verður fjármála- og efnahagsráðherra í hinni nýju ríkisstjórn og Óttarr Proppé verður heilbrigðisráðherra, samkvæmt þvi sem Bloomberg-fréttastofan greinir frá.