fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Uppboðsleiðin slegin af borðinu – Er spádómur Össurar að rætast?

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 6. janúar 2017 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr_Bjarni Ben_BenediktUppboðsleiðin hefur verið slegin af borðinu í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hafa því tveir síðarnefndu flokkarnir horfið frá uppstokkuninni á kvótakerfinu sem þeir boðuðu fyrir kosningar. Þetta er fullyrt í Fréttatímanum í dag.

Í viðræðum flokkanna er þó til umræðu um að breyta innheimtu veiðigjalda sem leiði til þess að þau lækki þegar krónan styrkist, vegna mikillar leyndar á tillögunum sem eru á borðinu í viðræðum flokkanna þriggja er ekki hægt að fullyrða hvernig þetta kerfi kemur til með að vera útfært.

Össur: Björt framtíð og Viðreisn vilja verða aukahjól fallinnar ríkisstjórnar

Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Miðað við þessar fregnir er rétt að rifja upp orð Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra Samfylkingarinnar sem sagði fyrir kosningar að Viðreisn og Björt framtíð hefðu breytt áherslum sínum til að auðvelda myndun ríkisstjórnar með núverandi stjórnarflokkum, en Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur haldið sig við fullyrðingu sína frá því fyrir kosningar að Viðreisn ætli ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum saman:

Viðreisn var á sínum tíma beinlínis stofnuð út af aðildarumsókninni, og hafði Evrópufánann við hún. Eftir stofnfund Viðreisnar hefur Evrópumálinu verið sópað undir teppið. Viðreisn hefur ekki lengur skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið,

sagði Össur í október síðastliðnum. Haft var eftir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni að Evrópumálin væru í „sjálfu sér ekkert risamál í þessum viðræðum“. Sagði Össur þá að engum dyljist að feluleikur Viðreisnar með Evrópumálið sé til að eiga greiða leið inn í samstarf með Sjálfstæðisflokknum, að sama skapi hafi stefna Bjartrar framtíðar um uppboð á aflaheimildum gjörbreyst:

Fyrir kosningar, svo seint sem í ágúst, var stefna Bjartrar framtíðar gagnvart uppboði á aflaheimildum (martröð stórútgerðarinnar) alveg skýr. Þá sagði hún afdráttarlaust að flokkurinn vildi allan kvóta á uppboð, og útskýrði hvernig hún vildi gera það í áföngum með því að byrja á makríl, síðan annan uppsjávarafla og loks yrði „unnið að því að koma restinni inn í uppboðskerfi líka og allt verði þar á endanum.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“