fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Logi gæti orðið maðurinn sem ræður því hvort stjórnin verði til hægri eða vinstri

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. janúar 2017 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson„Ég held að á margan hátt sé það ákjósanleg staða fyrir flokkinn að fá í forystuna óþekktan einstakling sem engar fyrirfram hugmyndir eru um,“ segir Logi Már Einarsson sem er eini kjördæmakjörni þingmaður Samfylkingarinnar og þekktur af því að almannarómur segi að hann hafi verið aðalhvatamaður að því að hrekja Snorra í Betel úr kennarastarfi
fyrir að hafa talað úr óvarlega eina kvöldstund á internetinu og Logi
þannig tekið fyrsta skrefið í átt að einhverri pólitískri rétttrúnaðar
hörku gagnvart fólki sem leyfir sér að vera annarrar skoðunar en
valdið er. Snorri í Betel hefur víst ekki fengið djobb nokkurstaðar á
landinu eftir þessa fordæmingu valdsins sem hann fékk fyrir norðan.
Þessi hetja úr norðri, Logi Már Einarsson, er eini kjördæmakjörni
fulltrúi Samfylkingarinnar á þingi og er nú orðinn formaður flokksins
og kominn suður. Hann er formaður fimm prósent flokksins.

Í viðtalinu við Akureyri Vikublað kemur eftirfarandi fram sem sýnir
hvað Logi Már er kjarkaður og flottur kall:

Hann segist ekki óttast gagnrýni. „Ég hef þykkan skráp eftir að hafa
unnið sem arkitekt í litlum bæ, þar sem allir hafa skoðanir og láta
þig heyra þær. Bæði þegar þeim finnst maður gera ágætlega en alls ekki
síður þegar fólki finnst manni hafa mistekist. Ég er því vanur að vera
á milli tannanna á fólki og er vel nestaður í þann leiðangur. Enda, ef
enginn hefur skoðanir á því sem þú gerir, ertu líklega ekki að gera
neitt sem skiptir máli. Þótt ég sé að upplifa mína hveitibrauðsdaga í
pólitík átta ég mig á því að yfir mér, eins og öðrum í pólitík, vofir
fallöxin. Ég er ekkert hræddur við hana, hún fellur bara þegar þar að
kemur. Í eðli mínu er ég ekkert brjálaður keppnismaður. Minn styrkur í
handbolta var að ég var ágætis liðsmaður, þreifst vel í hópi, en ég
var ekki einn af þeim sem eyddi mörgum klukkutímum með hausinn á
koddanum, vælandi yfir tapi.“

Börkur Gunnarsson skrifar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“