fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Eyjan

Næturvörðurinn, vopnaiðnaðurinn og hin himinhrópandi hræsni

Egill Helgason
Mánudaginn 5. september 2016 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýnir þessa dagana þáttaröðina The Night Manager sem er byggð á sögu eftir John Le Carré. Í seinni tíð hefur Le Carré legið mikið á hjarta í bókum sínum, hann er orðinn gagnrýnni og jafnvel róttækari með árunum.

Í The Constant Gardener fjallaði hann um skuggahliðar lyfjaiðnaðarins, í Our Kind of Traitor skrifaði hann um alþjóðlegt peningaþvætti og rússneska ólígarka, en í The Night Manager er það vopnasala sem hann hefur í sigtinu.

Maður skynjar reiðina og vandlætinguna sem kraumar í hinum aldna rithöfundi gagnvart þessum viðfangsefnum, kannski kemst hún ekki alveg til skila í sjónvarpsþáttunum, en það sem honum – og líklega flestum okkar – finnst blöskranlegast er hvernig skuggastarfsemi af þessu tagi fer fram með einhvers konar samþykki stjórnvalda og jafnvel undir verndarhendi þeirra.

Ríkissjórnir eiga hagsmuna að gæta, leynt og ljóst – þeir skulu verndaðir enda þótt það gangi þvert gegn alls kyns pólitískum yfirlýsingum um frið og farsæld.

Það er hin himinhrópandi hræsni sem Le Carré afhjúpar.

The Independent greinir frá því í dag að Bretland sé næst stærsti vopnasali í  heiminum. Einungis Bandaríkin flytja út meira af vopnum. Á eftir koma svo Rússland, Kína og Frakkland.

Þessi ábatasömu viðskipti eru samsagt á miklu blómaskeiði. Það kemur ekki sérstaklega á óvart að líka stendur í fréttinni að tveir þriðju vopnanna fari til Miðausturlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu