fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Eyjan

„Atvinnulífstenging“ Viðreisnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. september 2016 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að rýna í fyrsta heila framboðslista Viðreisnar sem kominn er fram – í Kraganum. Áhugamenn um bókmenntir reka reyndar fyrst augun í Hannes Pétursson sem er í heiðurssæti – eitt helsta skáld á Íslandi.

En það sem vekur athygli eru frambjóðendurnir úr viðskipta- og atvinnulífinu. Hér áður fyrr þótti nánast óhugsandi að fólk þaðan styddi annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn, ekki nema það væri runnið undan Sambandinu eða dótturfyrirtækjum þess.

Viðreisn hefur komið sér upp fjarskalega sterkri „atvinnulífstengingu“, eins og það var eitt sinn kallað. Sjónarmiðin þaðan hafa ekki verið sérlega sterk á þingi hin síðari ár – ef undanskildir eru ötulir talsmenn útgerðar og landbúnaðarkerfisins sem ávallt er að finna á þingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem skipar efsta sæti listans, hefur undanfarin ár starfað hjá Samtökum atvinnulífsins. Jón Steindór Valdimarsson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en á listanum í Kraganum er líka að finna Kristínu Pétursdóttur sem á sínum tíma stofnað Auði Capital en er nú forstjóri Mentor.

Það er máski spurning hvort ofantaldir frambjóðendur höfða eitthvað til vinstri – en andspænis frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu virka þeir sterkir. En fyrst talað er um vinstri vænginn má nefna að Herdís Hallmarsdóttir lögmaður, eiginkona Magnúsar Orra Schram, fyrrverandi formannsframbjóðanda í Samfylkingunni, er í 23. sæti á listanum hjá Viðreisn í Kraganum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir

Svarthöfði skrifar: Ekki benda á mig, segir sérstakur – ríkissaksóknari rannsakar eigin gjörðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu

Diljá Mist Einarsdóttir: Þú veist aldrei með hverjum þú getur fest inni í lyftu